Hún.is í 9.sæti yfir vinsælustu vefi Íslands – Takk fyrir frábærar viðtökur

Þann 14. september 2012, fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan opnuðum við vefinn okkar með það að markmiði að miðla því efni sem á daga okkar rekur þar sem við sáum þörf á síðu sem myndi fjalla um lífið og tilveruna á jákvæðum nótum án þess þó að veigra sér við erfiðum málefnum eða umfjöllunum.

Í upphafi voru væntingar fólks ekki miklar til þriggja ungra kvenna sem vildu láta að sér kveða í íslensku fjölmiðlaumhverfi og heyrðust oft gagnrýniraddir héðan og þaðan sem urðu þó ekki til annars en að efla okkur enn frekar í því starfi sem við höfum unnið síðan.

Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið og hafa velgengni og vinsældir síðunnar farið svo margfalt fram úr vonum okkar!

Fjöldi lesenda síðunnar hefur statt og stöðugt vaxið og síðustu vikur hafa verið alveg hreint með ólíkindum því fjöldi lesenda hefur aukist svo hratt.

Nú náðum við þeim merka áfanga að vera í 9. sæti yfir vinsælustu vefi landsins, MBL er reyndar hætt á listanum og myndum við skipa 10. sætið væri vefurinn með í mælingunni, en þrátt fyrir það erum við í topp 10 og fyrir það viljum við þakka þér kæri lesandi.

Við örkum áfram veginn og ætlum að gera sífellt betur í því að miðla til þín Hún.is-efni eins og okkur einum er lagið.

Takk fyrir okkur!


L
jósmynd: Arnold Björnsson

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here