Husky hundur lafhræddur við plastrottu

Þessum voffa lýst alls ekki á þessa risavöxnu plastrottu sem stillt var upp á miðju gólfi. Rottan var partur af skreytingum á heimilinu fyrir Hrekkjavökuna sem er á næsta leyti.

Voffi kann þó lítið að meta þetta spaug. Hann gengur órólega í kringum rottuskrímslið og vogar sér hvergi nálægt. Hver hefði haldið að gúmmírotta væri einn helsti óvinur Husky-hundsins?

SHARE