Hvað er að gerast í Norður Kóreu?

ATH. Í Þjóðarsálinni birtist efni sem okkur er sent, efnið þarf ekki að endurspegla okkar skoðun eða viðhorf. Hún.is

Norður Kórea hefur verið mikið í fréttum að undanförnu og möguleg áras þeirra á Suður Kóreu, Japan og Bandaríkin. En hversu mikið er að marka þessar fréttir?

Við höfum heyrt þær fréttir að útlendingar í Norður Kóreu hafa verið beðnir um að fara af landi brott, þar sem ríkisstjórn N-Kóreu er hrædd um líf þeirra. Veruleikinn er samt að fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri í landinu.

Bandarískur ferðamaður að nafni Patrick Thornquist skrifaði frétt á NPR um reynslu sína. Margt í N-Kóreu hafði komið honum á óvart; hann varð lítið var við óvild gagnvart Bandaríkjamönnum og eins hversu landið var friðsælt.

Þegar hann heimsótti höfuðborgina sá hann krakka á línuskautum, en eitt af því sem King Jong Un hefur gert sem leiðtogi er að flytja inn línuskauta og hljólabretti og hann hefur einnig byggt skautabrautir á mörgum stöðum fyrir krakka. Á sama tíma og Patrick Thornquist sá krakka að leik á götum Pyongyang, var BBC að sýna myndir af skriðdrekum á sama vetvangi – sem þeir sögðu beina útsendingu!

Maður veltir því fyrir sér afhverju BBC hefur ekki meira áhuga á að segja hvað er að gerast í raun og veru í stað þess að ýta undir hræðslu um yfirvofandi áras frá þessu landi, sérstaklega í ljósi þess að mikið af fréttum frá N-Kóreu eru byggðar á vangaveltum frá grönnum þeirra í suðri.

Ef við lesum hvað aðilar eins og Bruce Bennet, sérfræðingur um Norður Kóreu, segir um um stöðu mála, þá myndum við vita að það bendir ekkert til þess að Norður Kórea eigi kjarnaodda – hvað þá að þeir séu tilbúnir til að nota þá til að ráðast á Bandaríkin.

N-Kórea er langt frá því að vera fullkomið ríki – en þeir hafa að minnsta kosti ekki gert innrás í annað land síðan 1953 (og þá var það Suður Kórea í þeirri von að ríkin mundu sameinast aftur). Bandaríkin geta ekki sagt það sama. Bandaríkin réðust inn í Afghanistan og settu af þá verandi ríkisstjórn, af því að höfuðpaurar Al Qaeda höfðu þar bækistöðvar. Þeir réðust inn í Írak útaf tengslum Saddam Husseins við hryðjuverkahópa (sem því miður virtist ekki eiga við nein rök að styðjast) og útaf gjöreyðingarvopnum sem þar áttu að vera (sem hafa aldrei fundist). Það var sagt að Ghaddafi væri að myrða sitt eigið fólk og það þyrfti að bjarga Libýsku þjóðinni frá honum, en ástandið í Libýu er langt í frá gott núna og sumir segja að það hafi verið betra undir stjórn Ghaddafis en þeim hryðjuverkahópum sem stjórna landinu núna (Libýska fánanum hefur verið skipt út fyrir svartan Al Queada fána).

Nokkrum mánuðum áður en Vestrænir fréttamiðlar fóru að missa sig yfir Norður Kóreu fyrir að hafa gagnrýnt stríðsleikina sem Bandaríkin og Suður Kórea höfðu sett upp rétt við landamærin, þá gagnrýndu Bandaríkin Íran ásamt vinalöndum á borð við Ísrael. Benjamin Netanyahu kom á fund hjá Sameinuðu Þjóðunum með mynd af teiknimyndasprengju með rauðri línu langt fyrir ofan miðju og benti á hana og notaði þetta sem dæmi um að Íran hefði lokið við 90% af því verki að búa til kjarnorkuvopn sem þeir mundu nota til að sprengja óvini sína.

Ef þeir höfðu lokið 90% af verkinu fyrir nokkrum mánuðum, þá verður maður að velta því fyrir sér afhverju enginn er að tala um þetta núna? Ræðan hans minnti mikið á ræðu George W. Bush um Írak, sem sagði að við gætum ekki beðið eftir að Saddam notaði sín ímynduðu gereyðingarvopn.

Spurningin er hvort við eigum að læra eitthvað af sögunni og sjá í gegnum það sem er að gerast og átta okkur á því að það er sama ólyktin af þessu öllusaman. Þetta er stríðsáróður og ekkert annað. Við verðum að hætta gleypa við öllu sem okkur er sagt í Vestrænum fréttamiðlum. Gerum það áður en við lesum um sprengjuáras á höfuðborg Norður Kóreu og okkur verði talið trú um að það hafi verið eina leiðin til að viðhalda heimsfriðnum.

Í „alvöru fréttum“ frá Norður Kóreu, þá er Dennis Rodman á leiðinni þangað í heimsókn, þann 1. Ágúst, – svo kannski má telja næsta víst að Norður Kórea sé ekki að skipuleggja stríð við Bandaríkin, að minnsta kosti ekki á næstu mánuðum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here