Hvað er erfitt við það að vera einstætt foreldri ?

Einstæðir foreldrar eiga stórt hrós skilið hvort sem þeir hafa skipt viku og viku, helgar frá eða alfarið einir.
Ég tók saman lista yfir erfiðustu hlutina við það að vera einstæður með barn/börn í samráði við aðra einstæða foreldra sem höfðu skoðanir á hlutunum.

Allur þunginn á eina manneskju!
Það er alls ekkert grín að burðast með bílstólinn með barninu í, töskuna þína, tösku barnsins og kannski þrjá innkaupapoka, hvað þá fyrir foreldra sem búa ekki á fyrstu hæð í húsi.
Það verður svo vissulega auðveldara þegar barn fer að labba og bjarga sér aðeins meira sjálft.

Muna eftir öllu
Það þarf að muna eftir öllu og ef kerran eða eitthvað annað gleymist inni þá er ekkert hægt að skilja barnið bara eftir úti og stökkva eftir því, heldur þarf að fara aftur til baka með barnið og allt dótið og sækja það sem gleymdist.
Einnig í sambandi við að skipta á börnunum eða baða, það þarf allt að vera til við höndina.

Fjárhagsáhyggjur
Það segir sig sjálft að flestir einstæðir foreldrar hafa það verr en par með barn enda eru aðeins einar tekjur sem koma inná heimilið sem þarf til að borga reikninga almennt og það sem barninu vantar, einfalt meðlag er ekkert sem er að ,,dekka‘‘ helminginn af því það er alveg klárt mál.

Frelsi
Augljóslega er frelsið minna en þegar par býr saman með barn og getur þá skipst á að kíkja í heimsóknir, bíó eða annað sem fólki finnst skemmtilegt.
Þó svo að fólk eigi góða að þá er sjaldan í boði að fá pössun nokkur kvöld í viku.
Sama má segja um foreldra í skóla en þá er ekki hægt að loka sig inní herbergi til þess að læra eftir skóla og leikskóla hjá börnunum heldur verður sá tími að vera á kvöldin eftir að þau eru sofnuð.

Veikindi
Það getur verið mjög erfitt fyrir foreldra að vera einir með veikt barn sem grætur jafnvel alla nótt og sefur lítið sem ekkert á daginn. Þurfa samt að halda andliti og halda áfram að sjá um heimilið. Sem betur fer eiga flestir góða að sem gætu þá mögulega skotist í búð en það eru ekki allir.
Ég tala ekki um að vera foreldri með flensu og barnið veikt líka.

Enginn til þess að vera með á kvöldin
Flestir sem gætu verið sammála því að við erum ekki að fá heimsókn á hverju einasta kvöldi og því getur verið leiðinlegt að hafa enga fullorðna manneskju til að tala við og kúra með þegar barnið er sofnað. Tala um fullorðinsmál loksins

Finnst þér eitthvað vanta uppá listann?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here