Hvað getur gerst ef þú borðar myglaðan mat?

Hefurðu einhvern tímann, óvart, borðað myglaðan mat? Það hafa eflaust allir óvart gert það um ævina. En veistu hvernig líkami þinn bregst við þegar þú borðar myglu?

Hér eru nokkur neikvæð áhrif myglu á líkama þinn:

Baktería sem fyrir finnst í myglu getur valdið matareitrun. Mygla er ein og sér ekki svo hættuleg en það er baktería, sem getur vaxið inni í myglunni, sem getur gert þig veika/n. Þú getur upplifað ógleði, uppköst og niðurgang.

Sum mygla getur skaðað lifur þína. Hún getur innihaldið eitruð efni sem geta valdið fyrrnefndum leiðindum en einnig skaðað lifur þína. Þetta fer allt eftir aldri þínum og ónæmiskerfinu.Sum mygla getur jafnvel innihaldið aflatoxín, eitrað efni sem getur valdið krabbameini. Þessa myglu er að finna á kornökrum og í jarðhnetum.

Sjá einnig: Getur kynlífið lifað barneignirnar af?

Þú gætir verið með ofnæmi fyrir myglu. Haltu þig frá myglu ef þú ert með ofnæmi og ef þú hefur borðað eitthvað með myglu ættir þú að hafa samband við lækni. Sum einkenni þess að þú sért með ofnæmi fyrir myglu eru ofsakláði, útbrot, kláði og fljótandi augu, nefrennsli eða stíflað nef og másandi hljóð frá lungum..

Það er til mygla sem líkami okkar getur melt á einfaldan hátt. Til dæmis er mygla í sumum osti í lagi, eins og í gráðaosti, gorgozola og Roquefort. Svo eru ostar með hvítri myglu eins og brie og camembert.

Það eru sum matvæli þar sem er í lagi að skafa mygluna af og borða matinn:

  • Harður ostur, sumsé ekki mygluostur. Það er í lagi að taka mygluna af osti og borða hann.
  • Salami og annað þurrt kjötálegg.
  • Stinnir ávextir og grænmeti. Skerðu um það bil 3 cm af í kringum mygluna.

Ekki borða:

  • Beikon
  • Pylsur
  • Mjúkan ost
  • Jógúrt
  • Mjúka ávexti og grænmeti
  • Hnetusmjör
  • Hnetur
  • Belgjurt
  • Brauð og annað bakað í ofni

Heimildir: Womendaily.com

SHARE