Hvað vilja skilnaðarbörn segja?

Two Parents Fighting Over Child In Divorce Concept

Skilnaðarbörn ganga í gengum vissa erfiðleika sem aðeins þau skilja. Þau hafa hafa gengið í gegnum það að sjá fólkið sem þeim þykir hvað mest vænt um yfirgefa þau áður en þau fá það besta út úr þeim. Hér eru nokkrir hlutir sem þau vilja segja öðrum:

o-KIDS-DIVORCED-PARENTS-facebook

1. Þau byggja veggi í kringum sig.

Þau hafa verið þar áður. Þau vilja ekki að fólk yfirgefi þau eins og foreldrar þeirra gerðu og þau vilja vera örugg. Þau byggja í kringum sig þessa veggi til að reyna að koma í veg fyrir að þurfa að ganga í gegnum það aftur að horfa á eftir fólki fara frá þeim.

2. Þau geta verið mjög tengd hlutunum sínum.

Kannski gæti það verið vegna þess að í hlutum finna þau öryggi. Þau hafa þurft að horfa upp á foreldra sína skipta upp eignum sínum, svo þau vita hversu mikilvægir hlutir geta verið, svo þau halda í það sem þau eiga.

3. Þau velja annað foreldrið fram yfir hitt.

Eins mikið og þau vilja ekki taka annað foreldrið fram yfir hitt, er alltaf það foreldri sem mætir þörfum þeirra meira, sem verður fyrir valinu. Þó svo að þau tali ekki um það, þá mun það koma í ljós með tímanum hvort foreldrið þau kjósa frekar.

4. Þau eru hrædd við skuldbindingar.

Þó svo að þau þurfi á endandum að skuldbindast einhverjum, verður skuldbinding alltaf flóknari fyrir þau. Þau vilja ekki að það sem kom fyrir foreldra þeirra komi fyrir þau.

5.  Þeim líkar ekki við framhjáhald.

Þessi tilfinning kemur upp ef annað foreldri þeirra hélt framhjá og það olli skilnaði þeirra. Þeim líkar ekki við þá sem halda framhjá og vilja ekkert með þá hafa.

6. Þau eiga það til að vera of gagnrýnin.

Þau spyrja margra spurninga. Það getur verið erfitt fyrir þau að treysta á að aðrir séu sannir orða sinna. Þau leggja meiri þýðingu í ómerkilega hluti og túlka hlutina eins og þau vilja.

7. Þau kunna að meta samskipti.

Þau áttu ekki mikil samskipti við foreldra sína, vegna þess að foreldrar þeirra áttu ekki góð samskipti sín á milli. Þau kunna að meta heiðarleika og opinská samskipti, sem segir þeim að þau eru mikilvæg í sambandinu.

8. Þau eru tengd systkinum sínum.

Enginn annar skilur sársauka þeirra eins og systkini þeirra. Systkini þeirra eru þau einu sem skilja hvað þau hafa þurft að ganga í gegnum og eru enn að takast á við. Þau skilja og þarfnast stuðnings hvors annars til að halda áfram. Þau geta talað saman um skilnað foreldra sinna sín á milli og stutt hvort annað.

9. Þau vilja vera elskuð og samþykkt.

Þau höfðu ekki jafnt atlæti frá báðum foreldrum sínum á sama tíma. Samskiptin eru svona hér og þar og ekki í samhengi. Þau vilja eitthvað sem er heilt og í samhengi. Þau vilja láta tala við sig eins og hvert annað barn og þau vilja sýna foreldra sína saman, eins og þau saman séu heild. Þar sem það er ekki hægt, reyna þau að fá þessa tilfinningu frá einhverjum sem þykir vænt um þau og tengist þeim.

10. Þau eru með meiri áhyggjur af göllunum sínum.

Áður en þau eignast vini eða fara í sambönd, vilja þau vera viss um hvað þau eru að eiga við. Þau eiga það til að búa sig undir það að vináttan eða sambandið fari út um þúfur.

Sjá einnig: Skilnaðarbörn tjá sig – Myndband

SHARE