Börn sem verða fyrir einelti geta sýnt ákveðin einkenni. Hér eru nokkur einkenni sem sálfræðingar hafa sagt að geti einkennt börn sem verða fyrir einelti.

Þau eru oft

  • viðkvæm
  • utanveltu, hafa ekki gott sjálfsmat eða eru feimin
  • kvíðin
  • aðgerðarlaus,  láta aðra stjórna og verja sig ekki
  • líklegri en önnur börn til að verða þunglynd

Það má ekki skamma barn fyrir það að aðrir hafa ráðist á það. Þetta þarf barið þitt endilega að skilja.

Strákar eru oftar þolendur eineltis en stelpur bæði líkamlega og andlega.

Stundum fer barn sem er þolandi sjálft að stunda einelti. Þetta er viðbragð þessara barna við eineltinu. Þau kunna ekki að fást við tilfinningar sínar og snúast gegn öðrum börnum sem þau telja að muni ekki verja sig.

Í alvarlegustu tilvikunum hefur komið fyrir að börn sem eru þolendur eineltis hafa framið sjálfsmorð. Þau geta líka ráðist með miklu offorsi á þá sem stóðu fyrir eineltinu. Fylgist með hvort barn ykkar er í sjálfsmorðshugleiðingum.

Sumum börnum finnst skömm að því að vera þolendur eineltis og segja foreldrum sínum ekki af því. Fylgstu með líðan barns þíns og merkjum um einelti sem getur verið órólegur svefn, marblettir sem ekki er hægt að gera grein fyrir, grátköst og það þegar barnið biður oft um að þurfa ekki að fara í skólann. Grunnskólabörn sem eru þolendur eineltis segjast oft vera með hálsbólgu, magaverk eða vera lystarlaus.

Berjumst gegn einelti og fylgjumst vel með barninu okkar, börnin sem verða fyrir einelti eru ekki líkleg til að segja frá því.

 

SHARE