Hver er aðal ástæðan fyrir sambandsslitum?

Í nýlegri rannsókn er þeirri hugmynd velt upp að þegar hnökrar hlaupa á samband para geti ástæðan verið svefnleysi.    

Algengt er að erfiðleikar komi í sambandið þegar fólk eignast barn, getur þetta verið hluti af ástæðunni? það held ég alveg klárlega.

Rannsóknin sem hér er vitnað í var gerð við Berkeley háskólann í Kaliforníu og töldu rannsakendur sig lesa úr henni að oft sé stutt í pirringinn þegar fólk fær ekki nægilegan svefn.  „Hann (hún) þakkar ekki einu sinni fyrir sig- hann (hún) telur bara alveg sjálfsagt að ég geri all mögulegt fyrir sig“.

Liðlega 69 hjón á aldrinum 18-56 ára tóku þátt í rannsókninni. Eitt af því sem fólk gerði var að skrá hjá sér svefntímann og mat sitt á hvaða áhrif á sambandið nægur eða skertur svefntími hefði.

Í öðru atriði rannsóknarinnar voru hjónin mynduð þegar þau voru að leysa ýmis ágreiningsmál. Greinilegt var að fólkið sem hafði ekki fengið nægilegan svefn lenti í meiri vandræðum  að leysa málin en hinir sem höfðu sofið vel.

Niðurstöður ransóknarinnar benda til þess að vansvefta fólk eigi erfiðara með en vel sofnir að rækta gleðina og meta maka sína að verðleikum.  Ekki var þó sannað með þessari rannsókn að svefnskortur sé eina ástæðan fyrir ýmsu sem úrskeiðis fer í hegðun og framkomu fólks.

Að lokum ein góð ábending sem getur hjálpað fólki að viðhalda sambandsgæðunum.

Mundu eftir að þakka fyrir þegar maki þinn sýnir þér notalegheit. Láttu hann (hana) vita að þú kunnir að meta hann (hana) og þér þyki vænt um hvað hann (hún) gerði!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here