Tavis Fimmel er fæddur og uppalinn í Ástralíu, einhverstaðar á milli Melbourne og Sidney.  Held að það sé algert aukaatriði þegar við lítum á myndirnar!  Travis var barþjónn í Lundúnum þegar umboðsmaðurinn David Seltzer hitti hann þar, David fékk hann til að freista gæfunnar í hinni stóru Ameríku.  Travis hefur leikið á móti Lauren Holly, Stephen Moyer, Matthew McConaughey og Woddy Harrelson svo eitthvað sé nefnt.

Travis hefur verið andlit fyrir Calvin Klein bæði fyrir gallabuxnalínu og undirfatnað.  Eitt auglýsingaskiltið með Travis var á áberandi stað í miðborg Lundúna, en var á endanum tekið niður, þar sem konur voru taldar valda umferðateppu og sköpuðu hættu í umferðinni við skiltið.

Travis heitur í Calvin Klein auglýsingu.

t14

Travis sjóðheitur og ekki furða að það hafi skapast smá umferðateppa í miðborg Lundúna!

t5

Travis Fimmel hefur gert það gott með leik sínum í sjónvarpsseríu á History Channel sem nefnist Vikings.  Hann er nánast óþekkjanlegur miðað við myndirnar hér að ofan en höfðar greinilega til kvenfólks með þessu útliti.  Hann samdi um að leika í þáttaröð númer 2 og nú er bara að stilla inn á stöðina til að sjá kappann.

 

 

 

 

SHARE