Hvernig á að fullnægja konu – Kynsvelti hvað?

Nú er alltaf mikil umræða um kynlíf út um allt. Karlmenn kvarta yfir því að konur séu að kynsvelta þá og að konur hafi svo mikið minni áhuga á kynlífi en karlmenn.

Ég held að þetta sé oft kjaftæði.. ég held að konur séu almennt séð, án allra getnaðarvarnapilla sem verður að taka með í myndina mjög æstar í kynlíf. Konur hafa oft mikla kynhvöt og eru oft alveg spólgraðar! það eru nú samt ýmsar aukaverkanir af getnaðarvarnapillunni, þar á meðal er minni kynhvöt oft aukaverkun. Við erum látnar taka þessa blessuðu pillu og því skuluð þið ekkert kvarta karlmenn þegar hormónarnir leika okkur grátt. Það er ekkert grín að vera alltaf upptjúnuð af hormónum.

Þegar ég heyri menn kvarta um kynlífssvelti verð ég alltaf smá hissa á fáfræðinni, mér finnst kynsvelti fyrir það fyrsta alveg furðulegt orð, á kynlíf ekki að vera fyrir báða aðila? ekki bara annan, og átt þú að taka því sem einhverja persónulega refsingu ef þú stundar ekki kynlíf? eða pælir þú þá bara í því að þú fáir eitthvað út úr kynlífinu.. það getur verið vandamálið þitt!

Ef  þú fullnægir konunni þinni vel og almennilega þá hefur hún áhuga á að stunda kynlíf með þér, nema auðvitað líffræðilegar ástæður séu fyrir því, hormónar geta haft þar mikil áhrif sem og þunglyndi, hér erum við að gefa okkur það að allt sé í lagi. Ef þú hugsar ekki bara um rassgatið á sjálfum þér og einbeitir þér að því að fullnægja henni vel og vandlega þá get ég alveg lofað því að hún vill meira. Þú getur jafnvel gert hana háða þér þannig. Og elskan, ekki halda að þú getir bara fullnægt henni með tólinu einu og sér, það er mjög óalgengt að kona fái fullnægingu með typpinu einu og sér, það er líka mjög óalgengt að konur fái leggangafullnægingu, án þess að snípurinn sé örvaður. Þetta er mjög algengur misskilningur hjá körlum.

Hver hefur ekki heyrt karlmann segja, “ég get fullnægt öllum konum” og heldur að hann geri það bara með því að ríða henni. Svo segja þeir að þeir hafi séð það sjálfir! æj elskan.. veistu líka hvað margar konur feikaða þegar þær nenna ekki lengur og þú ert jafnvel farinn að meiða þær með því að hamast endalaust?

Snípurinn er okkar helsta ánægjusvæði og hann þarf að örva. Staðreynd fyrir strákana: okkur finnst oft gott að örva hann einfaldlega sjálfar! meðan á samförum stendur. Það getur verið alveg unaðslegt að stunda kynlíf á meðan snípurinn er örvaður. Doggy stellingin er góð við þessa athöfn sem og ýmsar aðrar. Karlmenn eiga það til að móðgast eða finnast þeir vera lélegir í rúminu ef kona vill nota egg í kynlífinu. Hættu þessu væli, það er ekkert að þér, við bara þurfum þessa extra ertingu!

Ég veit um konur sem eiga menn sem eru ekki hrifnir af því að konan noti sníp, stundi samfarir og hugsi bara um að þeir fái það. Þessar konur hafa ekkert mikinn áhuga á kynlífi með manninum sínum.. en þegar hann er ekki heima.. þá er skrattinn laus! þá taka þær upp eggið sitt og fá raðfullnægingar.

Þetta snýst oft um að leggja sig fram að kynna sér það sem makinn okkar fílar og hvað veitir maka okkar ánægju. Hættið að væla í því að konur séu kynkaldar og gerið eitthvað í málunum. Oft tengist þetta ekki bara henni!

ÞESSI GREIN ER AÐSEND TIL HÚN.IS EN SKOÐANIR EÐA FULLYRÐINGAR SEM FRAM KOMA Í HENNI ENDURSPEGLA EKKI SKOÐANIR HÚN.IS OG ERU FULLYRÐINGAR Á ÁBYRGÐ ÞESS SEM GREININA SENDIR INN

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here