Hvernig á að velja jólagjöf fyrir hann?

Ég trúi því varla að árið sé að verða búið & að desembermánuður sé handan við hornið. Desembermánuði fylgir oft mikið stress, fólk á eftir að kaupa jólagjafir, vinnutarnir byrja, prófin eru í fullum gangi & svo eru það þrifin, baksturinn osfrv.
Mér finnst alltaf best að klára jólagjafainnkaupin frekar snemma, ég þoli ekki að vera á síðustu stundu með þetta allt saman. Mér hinsvegar finnst oft ótrúlega erfitt þegar ég er búin að kaupa gjafirnar að þurfa að bíða þangað til 24 með að gefa þær.

Það eru ótrúlega margar stelpur sem ég þekki sem eiga í vandræðum með að velja jólagjafir fyrir karlmenn, hvort sem það er þinn heittelskaði, pabbi þinn eða bróðir getur það verið tricky. Ég á t.d. mann sem á nánast allt svo að það er frekar erfitt að finna gjafir handa honum. Mér tókst þó að vekja lukku á síðasta afmælisdeginum hans & vona að mér takist það líka þessi jólin, ég get því miður ekki deilt því með ykkur strax hvað ég ætla að gefa honum en ég lofa að smella því inn eftir 24.

Það eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga

 

Gjöfin er fyrir HANN, ekki þig.

Þó svo að þig langi kannski að maðurinn þinn klæði sig eftir nýjustu tísku þarf bara ekkert að vera að hann langi það. Þá er líklega ekki málið að kaupa flottu buxurnar sem þú sást í Levis eða geðveika bolinn sem þú sást í herragarðinum. Gjöfin er fyrir hann en ekki þig svo að þú skalt einbeita þér að því að gleðja hann. Nákvæmlega eins og ef hann gefur þér oggulítil undirföt eru þau líklega meira fyrir hann en þig. Gefðu honum eitthvað sem þú heldur að honum líki, ekki eitthvað sem þér líkar eða þú vildir óska að hann vildi.

 

Peningarnir skipta ekki öllu.

Maðurinn í lífi þínu er líklega ekki að búast við því að þú eyðir aleigunni í jólagjöf fyrir hann. Gjöfin þarf ekki að kosta mikið, það er hugsunin sem skiptir máli & karlmenn kunna alveg jafn mikið að meta það og við. Hann á líklega allt tækjatengt og jafnvel á hann í raun allt sem hann þarf svo að þá er málið að finna eitthvað sem gleður hann, annaðhvort eitthvað sem hann myndi ekki kaupa sér sjálfur eða eitthvað sem þú getur í raun ekki keypt. Ef hann vantar eitthvað tækjatengt en þú hefur ekki efni á því gætir þú til dæmis keypt aukahluti fyrir tækið í staðinn fyrir tækið sjálft. Til að mynda gætir þú keypt ýmislegt fyrir ipadinn eða iphone inn, hvort sem það er taska eða húð utan um símann. Ef þig langar að bjóða honum fínt út að borða getur þú eldað fallega máltíð heima, ódýara og meira rómantískt. Ef hann er elskhuginn þinn gætir þú gefið honum eina ástríðufulla nótt, skilur þú hvað ég er að fara?

 

 

Karlmenn kunna alveg að meta hugulsemi.

Karlmenn kunna alveg að meta það þegar við gerum eitthvað fallegt fyrir þá þó að þeir kannski segi það ekki jafn mikið og við. Þó að hann setji ekki mynd á facebook af gjöfinni eða segi öllum vinum sínum þýðir það ekki að hann kunni ekki að meta gjöfina.
Ég held að það skipti aðal máli að gefa eitthvað sem þú heldur að hann vilji. Það gæti verið gott að tala við vini hans, kíkja á facebook-ið hans, hann gæti hafa póstað einhverju þar sem gæti verið sniðugt. Ef þú þekkir hann vel ætti þetta ekki að vera brjálæðislega mikið vesen.

Ég t.d. heyrði minn mann einhverntímann tala um hvað honum fyndist gamaldags raksett flott. Ég ákvað að eitt af því sem ég gæfi honum væri nýtt svoleiðis. Ég fór út um allt til að reyna að finna stofu sem seldi þetta, fann loksins þá réttu & fékk settið. Hann varð ótrúlega ánægður því þetta var eitthvað sem hann hefði ekki keypt sér sjálfur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here