Hvernig sefur þú? vissir þú að svefnstellingar þínar lýsa persónuleika þínum?

Í hvaða stellingum sefurðu á nóttinni? Sefurðu á maganum og teygir út skankana? Dregurðu þig saman í fósturstellingu? Eða sefurðu bara eins og drumbur liggjandi á bakinu? Líklegast er það svo að við erum ekkert að hugsa um í hvaða stellingum við sofum. En þú gætir farið að hugsa ef þú fréttir að svefnstaða þín gefur heilmiklar upplýsingar um persónuna þig.

Málvísindamaðurinn Robert Phipps telur að svefnstaða fólks veiti miklar upplýsingar um persónuleikann. Hann hefur í nýlegri rannsókn greint fjórar svenstellingar sem hann telur að hafi áhrif á persónuleikann. Hann fullyrðir að svefnstellingin geti ráðið hvernig okkur líður þegar við vöknum.

Phipps komst að því að áhyggjufullt fólk sefur yfirleitt í fósturstellingu og að þessi stelling sé langalgengasta svefnstaðan- maður liggur á hliðinni með hnén dregin upp og höfuðið beygt niður. Við leitum öryggis með því að draga okkur saman.

Næstalgengast er að fólk sofi á bakinu og hreyfi sig ekki. Fólk sem sefur í þeirri stellingu, teygir úr sér með handleggi niður með hliðum kemur upp um stirfni og óþjála lund og þetta fólk er oft stíft og eftir sig þegar það vaknar. Phipps segir að svona svefnstaða ýti undir stirðbusalega hugsun og oft óbilgirni- sem er erfið.

 

Þá nefnir Phipps þá sem eru að leita. Þeir sofa á bakinu með útréttar hendur eins og þeir séu að elta einvern eða eitthvað. Þetta fólk vaknar oft endurnært tilbúið að takast á við áskoranir dagsins og býst við góðum árangri. En maður þyrfti að gera sér grein fyrir  hverju maður er að slækjast eftir svo að maður sé ekki að eltast við draumsýnir.

Undarlegasta svefnstaðan er ef til vill hið „frjálsa fall“. Fólk sem sefur „í frjálsu falli“ sefur á maganum með handleggina útrétta og þessu fólki finnst það hafi liltla stjórn á eigin lífi. Þetta er ekki bara undalegasta svefnstaðan heldur líka sú óþægilegasta. Oft er fólkið urvinda og orkulaust þegar það vaknar.

Niðurstaðan er sú að góður nætursvefn býr mann undir næsta dag og svefnstaða okkar getur ráðið hvernig dagurinn rekur sig.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here