Hvers vegna ættirðu að þvo þvottinn með ediki?

Venjulegt þvotta- og mýkingarefni getur valdið ertingu og ofnæmisviðbrögðum á húð þinni og hafa rannsóknir leitt í ljós að slík efni innihalda mörg hver gríðarlega mikið magn eiturefna sem geta verið skaðleg heilsu okkar.

Mörg okkar erum farin að leita leiða til þess að nota skaðminni efni í okkar daglega lífi og hefur edik verið eitt það vinsælasta og hagnýtasta náttúrulega efni sem er til.

Sjá einnig: 10 leiðir til að nota edik á heimilinu

vinegar-laundry

Sjá einnig: Húsráð: Edik er undraefni

Kostir þess að nota edik í stað hefðbundins þvottaefnis eru:

1. Sýrustig ediks gerir það tilvalið til að vinna á svita og svitalyktaeyðablettum, jafnvel þó að þú þvoir þvottinn með köldu vatni. Settu edik beint á blettinn áður en þú setur flíkina í þvottavélina.

2. Edik hefur eins mýkjandi áhrif eins og hvert annað mýkingarefni. Það lætur ekki bara þvottinn þinn vera mjúkan, heldur mun það ekki skaða þig eða umhverfið. Settu hálfan bolla af ediki með hverjum þvotti.

3.  Japönsk rannsókn leiddi í ljós að með því að blanda ediki og salti hefur bakteríudrepandi áhrif. Allar bakteríur sem eru í fötum þínum munu drepast ef þú þværð með salti og ediki. Notaðu hálfan bolla af ediki og tvær teskeiðar af salti í hvern þvott.

4. Húðvandamál og erting getur verið afleiðing þess að þvottaefnaleifar eru enn í fötum þínum eftir að þú hefur þvegið þau, en með því að nota edik mun það ekki eiga sér stað. Fyrir ykkur sem viljið enn nota þvottaefni, er vel hægt að bæta hálfum bolla af ediki með, því það hreinsar allar sápuleifar úr fötum þínum.

5. Ein af stærstu ástæðunum fyrir því að fólk notar enn þvottaefni í stað náttúrulegri aðgerða, er að þau eru hrædd um að edikið losi ekki vonda lykt úr fötum þeirra. Edikið eyðir allri vondri lykt og líka af sveittum sokkum sem hafa verið í íþróttatöskunni þinni í langan tíma.

Sjá einnig: 7 leiðir til að þrífa með ediki

6. Fyrir bletti sem geta mögulega eyðilagt fötin þín, svo sem rauðvín, kaffi, fita og fleira, getur þú blandað ediki saman við heitt vatn og það er nánast öruggt að bletturinn muni hverfa. Settu heitt vatn í bala eða fötu og bættu ágætu magni af ediki út í. Láttu standa yfir nótt og þvoðu síðan eins og vaninn er.

7. Erfitt getur verið að ná dýrahárum úr fötum. Sápuleifarnar úr venjulega þvottaefni getur látið dýrahár loða enn meira við föt, en með því að nota hálfan bolla af ediki í hverja þvottavél, sleppur þú við það vandamál.

8.  Með því að skipta yfir í edik í stað þvottaefnis minnka líkurnar á því að þú fáir straum og að fötin þín verði rafmögnuð.

9. Til þess að þvo viðkvæm föt, skaltu bæta 6 matskeiðum af ediki út í kalt vatn og láta flíkina liggja í bleyti í eina klukkustund og flíkin er orðin hrein.

10. Þvottaefni veldur því að sápuleyfar safnast fyrir í þvottavélinni með tímanum. Oft á tíðum verður fólk sér úti um mjög sterk efni til þess að hreinsa þvottavélina, en það getur leitt til þess að þau eiturefni berast í fötin sem sett eru í vélina. Næst þegar kominn er tími á að hreinsa vélina, skaltu setja einn bolla af ediki í tóma vél og láta hana vinna án þess að nokkuð sé í henni. Það hreinsar vélina eiturefnalaust.

Heimildir: theheartysoul.com

SHARE