Hvers vegna missum við hár?

Þegar veturinn gengur í garð er húðin okkar þurr og mun meiri líkur eru á því að þú farir úr hárum. Flest okkar fara álíka mikið úr hárum en aðrir fara meira úr hárum, en áður en þú ferð að fyllast skelfingu vegna hárloss þíns, skaltu lesa aðeins áfram, því það eru útskýringar fyrir því.

o-HOW-TO-TREAT-HAIR-LOSS-facebook

Sjá einnig:  Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur?

Samkvæmt vaxtarstigum hársins er alveg eðlilegt að missa um það bil 50-100 hár á dag og í köldu veðri máttu búast við því að missa aðeins meira hár. Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur fara almennt meira úr hárum í október og nóvember, en ástæða þess er enn óljós.

Hárlos getur þó haft aðrar líkamlegar skýringar. Ef líkami þinn eða hreinlega sálin er undir álagi eða stressi getur þú farið mun meira úr hárum. Dæmi þess geta verið mikill þyngdarmissir, fæðing, hár hiti, veikindi, ástvinamissir, að missa vinnuna, skilnaður og að hætta á pillunni.

Sjá einnig:Ofgnótt vítamína – Hver eru einkenni vítamíneitrunar?

Þrátt fyrir að miklar líkur séu á því að þú lendir í þessum aðstæðum einhvern tímann á lífsleiðinni, getur líkami þinn og þar með hárið verið lengur að vinna úr streituvaldinum og getur það tekið allt að 6-9 mánuði að ná hárinu góðu aftur.

Hins vegar ef hár þitt hefur ekki náð sömu fylli og það hafði eftir þennan tíma er ráðlagt að tala við lækni. Fjölmargir aðrir kvillar geta valdið hárlosi, svo sem skjaldkirtilsvandamál, vöðvabólga, vítamínskortur, þurrkur í hársverði,  og margt fleira. Við þeim kvillum er hægt að fá lausnir

Sjá einnig:Mæðgur sem hafa aldrei klippt á sér hárið

SHARE