Við ætluðum að koma með nokkrar góðar uppskriftir af drykkjum sem gaman gæti verið að hafa í brúðkaupinu í sumar. Þú getur að sjálfsögðu búið drykkinn til hvenær sem er og við hvaða tilefni sem er, hvort sem þú ert á leið að gifta þig, fara á djammið eða halda saumaklúbb, þitt er valið. Þú getur jafnvel planað helgina snemma og farið að undirbúa hvaða drykk þú ætlar að búa þér til fyrir næsta djamm. Ef farið er að kólna þegar þið eruð að gifta ykkur er þetta alveg kjörinn drykkur.

1 drykkur

Efni:

  • Ísmolar
  • 2 matsk.vodka
  • 2 matsk. kaffilíkjör
  • 3 matsk. matreiðslurjómi

Aðferð:

  1. Fyllið glas (eins og sýnt er á myndinni) af ísmolum.
  2. Hellið öllum vökvanum yfir ísinn og berið fram!
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here