Instagram er sívaxandi samskiptamiðill sem flestir eru farnir að þekkja og nota hér á landi. Á Instagram setur fólk inn myndir af hinu og þessu og sjálfu sér auðvitað líka. Margar stjörnur nota Instagram mikið og því höfum ákveðið að byrja með lið hjá okkur sem mun bera það einfalda heiti „Instagram dagsins“ og munum við birta skemmtilegar og áhugaverðar myndir sem við rekumst á, á Instagram.

Hún.is er auðvitað á Instagram og þú getur „followað“ eða fylgst með okkur með því að smella á þennan hnapp  Instagram

Instagram dagsins er í boði útvarpsmannsins Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni.  Ívar var staddur í skíðaferð nú fyrir stuttu og „rakst“ nokkrum sinnum á goðið sitt Andrew Ridgeley úr Wham.  Veit um nokkrar sem hefðu viljað vera í sporum hans Ívars þennan dag.   En það er stórgaman að fylgja Ívari eftir á Instagram enda fær hann góðar heimsóknir í stúdíó sitt á Bylgjunni og er duglegur að taka myndir af sér og gestum sínum.

 

 

SHARE