Screen Shot 2014-03-05 at 9.21.47 AM

Instagram er sívaxandi samskiptamiðill sem flestir eru farnir að þekkja og nota hér á landi. Á Instagram setur fólk inn myndir af hinu og þessu og sjálfu sér auðvitað líka. Margar stjörnur nota Instagram mikið og því höfum ákveðið að byrja með lið hjá okkur sem mun bera það einfalda heiti „Instagram dagsins“ og munum við birta skemmtilegar og áhugaverðar myndir sem við rekumst á, á Instagram.

Hún.is er auðvitað á Instagram og þú getur „followað“ eða fylgst með okkur með því að smella á þennan hnapp  Instagram

 

Instagram dagsins á ljósmyndarinn Íris Björk Reynisdóttir. Íris stundar nám við London College of Fashion og ef marka má Instagram síðuna hennar þá á hún í nógu að snúast þessa daga. Stúlkan er líka einstaklega hæfileikaríkur ljósmyndari.
Hér er hún með mynd af sér og leikkonunni Heru Hilmarsdóttir.

Screen Shot 2014-03-05 at 9.22.09 AM

SHARE