IOGT á Íslandi, hvað er það?

Aðlsteinn Gunnarsson er framkvæmdastjóri IOGT og greinarhöfundur var forvitin um hvað þessi skammstöfun stæði fyrir ,tók því létt spjall og leitaði svara við þeirri spurningu hjá Aðalsteini.

IOGT eru frjáls félagasamtök sem vinna að því að gera heiminn örlítið betri. Þetta eru alheimssamtök sem er að finna í öllum heimsálfum með marga marga félaga. Allstaðar í heiminum eru IOGT félagssamtökin að vinna að forvörnum, félags og góðgerðamálum, sjálfsuppbyggingu einstaklingsins og almannaheill.

Umræða verða til í Ameríku í kringum árið 1845 og eru samtökinn stofnuð formlega í Utha í bandaríkjunum 1850 svo koma þau til Noregs og Íslands 1884

Fyrsta Íslenska deildin er stofnuð á Akureyri og bar nafnið Ísafold og er stúka nr 1 í Reykjavík verður svo til stúka sem ber nafnið Verðandi og er nr 9. Í framhaldi verða svo til fleiri deildir og samtökin hafa stækkað svo um munar.

Aðalsteinn hefur í raun tilheyrt samtökunum frá fæðingu þar sem foreldrar hans voru virkir meðlimir þegar hann leit dagsins ljós.

En hvað gera félaga í þessum samtökum?

Fyrst og fremst leitast félaga við að vera til fyrirmyndar og með hegðun sinni og sýna að það þarf ekki að neyta áfengis eða annara vímuefna til að skemmta sér í lífinu.

Fyrst og fremst vinna samtökin að áfengisforvörnum því það er ljóst að áfengi er alstærsti dánarvaldur af öllum vímuefnum sem notuð eru í heiminum.

Aðalsteinn rifjar upp þegar ópíðafaraldur olli mörgum andlátum á stuttum tíma fyrir tveimur árum en segir jafnframt að það séu margfallt fleiri sem deyja af völdum áfengisneyslu. Áfengi er löglegt vímuefni með miklum takmörkunum og það eru sér ákvæði í landslögum sem gilda um þessa neysluvöru sem er alls ekkert venjuleg neysluvara. Áfengi er skaðvaldur, eitrandi og fólk veikist af því það er mjög hættulegt fóstri ef kona drekkur áfengi á meðgöngu það getur valdið fósturskaða, þá má nefna að áfengi er krabbameinsvaldandi hægt er að afla sér upplýsinga um níu tegundir af krabbameinum sem áfengi veldur beint.

Áfengisauglýsingar eru bannaðar en því banni er ekki fylgt nægilega mikið eftir en IOGT fylgist með og kærir það athæfi ef þeir sjá það og vitað er að um 1500 kærur liggja á borði ríkissaksóknara í dag.

Einnig hafa margir félagar hreyfingarinnar verið í fremstu víglínu þegar kemur að tóbaksvörnum. Hreyfingin hefur beitt sér á margan hátt fyrir betra samfélagi.

Innan IOGT starfar ungliðahreyfing sem kallar sig 0 prósent þar kemur ungt fólk saman og hefur gaman án vímuefna og fyrir nokkrum árum stóð ungliðahreyfingin fyrir stóru evrópsku móti hér á landi á Úlfljótsvatni. Ungmennin fundu svo vel til sín við að undirbúa og taka á móti 250 ungmennum frá öðrum löndum. Það eru öll ungmenni velkomin í hreyfinguna svo framalega að þau séu vímulaus og þá er ekki horft til fortíðar eða kyns, trúabragða og svfr.

Í hundrað ár gaf IOGT út barnablaðið Æskuna og í dag er hreyfingin með virkt barnastarf og þar má nefna prógrammið ”Heima alein”

Þar kennum við krökkum að lifa af heima hjá sér en það er skírskotun í myndina ”Home alone”.

Við mælum ekki með að börn séu skilin eftir ein en við kennum börnum hvernig þau geta verið sjálfstæðari og auka sjálfstraust sitt sem og að vera betri vinir. Þetta prógramm gengur sem haustönn og vorönn 15 skipti í senn. Hentar fyrir börn frá 6 til 14 ára og er aldursskipt. Aðalsteinn er að vinna í því að hægt sé að nota frístundakortið á námskeiðið sem kostar 15000 kr

Einu sinni í viku er klúbbastarf þar sem félagar koma saman og gera eitthvað skemmtilegt. Hvort sem það er að borða saman eða eitthvað annað.

Iogt bíður upp á opið hús í vímulausu umhverfi og má í raun lýta á það sem meðferð því það virkar fyrir marga að nýta sér það.

Stuðningur við fólk sem hefur lokið vímuefnameðferð er mikilvægur partur í félagsstarfinu hjá samtökunum.

Hreyfingin gefst aldrei upp á að hjálpa fólki og vonast alltaf eftir að fólk sjái ljósið.

Það er orðið tímabært að opinbera hreyfinguna og þarft að krefjast meira heilbrigðis í samfélaginu, 70 % þjóðarinnar vill ekki fá áfengi í búðir en samt er barist fyrir því á alþingi. Aukið aðgengi eykur neyslu og eykur það að einstaklingar lenda í vandræðum. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir áhrifum af auglýsingum um áfengi.

Málstaðurinn er mjög góður og í gegnum tíðina höfum við komið góðum gildum út í samfélagið og það er okkar markmið að gera heimin betri.

Í lokinn verð ég að spyrja Aðalstein hvort hann hafi einhverntíman smakkað áfengi?

”Já ég verð að játa það að ég hef smakkað áfengi en fannst það ekki gott ”

Í lokin kemur Aðalsteinn inn á þakklæti í garð foreldra sinna fyrir að hafa stutt hann til þess að stunda sín áhugamál hann er viss um það að mótorhjólaáhuginn hans hafi haft mikið um það að segja að honum fannst áfengi ekki spennandi mann getur ekki keyrt mótorhjól fullur.

Foreldrar eru mikilvægur þáttur í forvörnum gegn áfengis og vímuefnaneyslu.

IOGT mun halda áfram að ýta a stjórnvöld að halda vel utan um börnin okkar og passa að áfengi og önnur vímuefni lendi ekki í höndum barnanna okkar og skemmi líf þeirra.

Greinarhöfundur þakkar Aðalsteini fyrir góðar móttökur og fer öllu fróðari út í samfélagið og tja ef hún finnur ekki fyrir meira ljósi í hjartanu eftir að hafa komið í hús IOGT í Víkurhvarfinu og heyrt af þessu góða starfi.

Nánar má skoða þetta flotta starf á http://iogt.is

Einnig er heilmikill fróðleikur um skaðsemi áfengis og annara vímugjafa.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here