Íslenskur vændiskaupandi: „Má kannski pota aðeins inn í rass – hálfur inn eða”

Ég trúði ekki eigin augum þegar ég settist niður með morgunkaffið í gærmorgun. Sælir séu fávísir á laugardegi, þeir vita ekki hvaða sódóma gengur kaupum og sölum úti í hinum stóra heimi. Sjálf ætlaði ég mér rétt að glugga í fjörið á Facebook, þegar ég sá að mér hafði borist bréf í innhólfið:

Ríða mér sæta – 30thus $$

Fyrst hélt ég að um sönglagatexta væri að ræða. Einhver væri svona agalega fyndinn. Þetta hlyti að vera djók. Á góðri íslensku. Hver sendir svona bréf til ókunnra kvenna úti í heimi?

(símanúmer falið) o je pleasea come to me and fuck me

Ég lagði kaffibollann frá mér. Símanúmerið var íslenskt. Af hverju gerði maðurinn þetta? Vildi hann að ég hringdi í íslenskt númer? En ég er búsett í Noregi. Gæti verið að einstaklingurinn væri greindarskertur? Með svona þröngan sjóndeildarhring? Vissi maðurinn ekki að ég bý rétt utan við Osló þegar hann skrifaði bréfið?

viltu láta ríða þér vel kiktu (götuheiti falið)  2 hæð tl vinstri

Já. Maðurinn ber sama fornafn og fyrrverandi maðurinn minn. Ekki að fyrrverandi maðurinn minn hefði nokkru sinni sent mér svona SMS. Reyndar dytti fyrrverandi manninum mínum ekki einu sinni til hugar að minnast á peninga þegar ég á í hlut. Allir sem mig þekkja vita að ég hef aldrei verið föl fyrir peninga – hvað þá gefið mig út fyrir vændi. Ég iðka ekki einu sinni skyndikynni.

(fornafn falið), sms aðu mig er þú ert fyrir utan

Kann maðurinn ekki á landafræði? Féll hann í grunnskóla? Ég er 3000 kílómetrum fjarri RVK 105. Nema hann ætlist jafnvel til þess að ég kaupi farmiða á netinu – fljúgi í ofboði heim til Íslands og haski mér beint í blokkina í þeirri von að þéna litlar þrjátíu þúsund krónur?

má kannski pota aðeins inn í rass

Ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins orðaröð – tala karlmenn virkilega svona? POTA Í RASS? Á ég að gráta eða hlæja núna? Hvað meinar maðurinn með þessu? Er hann að vitna í endaþarmsmök? Gerir hann ráð fyrir því að ég panti farmiða á netinu, taki bílaleigubíl frá Keflavík – aki í ofboðið á Reykjavík 105 og hvísli: „Poti Pot” meðan hann mundar drjólann við endaþarmsopið á mér?

hálfur inn eða . þú ræður því

Já ok. Bara hálfur. Fyrir 30 þúsund kall. Þvílíkur sjarmur. Þetta hlýtur að vera andstyggilegur brandari. Falskur prófíll. Ég er búin að hafa samband við lögegluna. Er að íhuga hvernig er best að bregðast við skilaboðunum. Ég er enn að melta brandarann – veit ekki hvort um viðurstyggilega netárás eða einlæga von um að ég láti undan búi að baki.

Hafa fleiri konur fengið svona skilaboð undanfarið?

screenshot-www.facebook.com 2015-04-12 12-38-02

Eftirmáli: Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar síðdegis í dag að svipaðar ábendingar hefðu borist frá öðrum konum undanfarna daga. Lögreglunni er kunnugt um málið og sagði viðkomandi lögreglumaður að mér væri frjálst að kæra málið á grundvelli kynferðislegrar áreitni og yrði málið þá rannsakað sem slíkt.

Ég hef afhent lögreglunni afrit af skilaboðum þeim sem mér bárust í innhólfið mitt í gærdag, þar sem fram koma þær persónuupplýsingar sem maðurinn lét mér í té – og vil hvetja aðrar konur til gera umsvifalaust hið sama – verði þær fyrir sambærilegri áreitni á netmiðlum eða gegnum SMS skilaboð. 

SHARE