Janice Dickinson greinist með brjóstakrabbamein

Fyrrum súpermódelið Janice Dickinson er nú að undirbúa sig fyrir enn aðra baráttuna eftir að hafa unnið bug á alkóhólisma, búlemíu og anorexíu. Hún hefur greint frá því að hún sé nú að glíma við brjóstakrabbamein. Meinið uppgötvaðist við reglulegt eftirlit sem hún fer í og í kjölfarið var tekið sýni. Hún segir að hún hafi verið mjög hrædd í fyrstu en segir síðan:

Ég er Janice Dickinson og ég ætla að vera hérna lengi, lengi og þið losnið ekki ennþá við mig.

Ég greindist með brjóstakrabbamein fyrir tveimur vikum, það er erfitt fyrir mig að segja það en ég hef verið greind með brjóstakrabbamein.

Janice, sem er 61 árs gömul, sagði einnig að henni liði eins og hún væri stödd í martröð eftir greiningu sína. Móðir hennar Jennie Marie Pietrzykoski lést úr sjúkdómnum árið 1995, svo Janice gerir sér fulla grein fyrir alvarleika meinsins.

Sjá einnig: Segist vera of falleg til að lifa eðlilegu lífi

Þó að hún eigi erfitt líf að baki, þá er hún mjög glöð með unnusta sinn Dr. Robert Gerner og börnin sín tvö Nathan og Savannah, en segir þó að hún kæri sig ekki um neina samúð í veikindum sínum.

Sjá einnig: Hugrökk kona birti mynd af sér eftir aðgerð vegna brjóstakrabbameins

3282E90C00000578-0-image-a-3_1458925206567

3282EA0A00000578-0-image-a-2_1458925201817

Sjá einnig: Móðir greind með brjóstakrabbamein á meðgöngu

3282EA0E00000578-0-image-a-1_1458925184022

SHARE