Jarðaförin hjá eiginmanni Celine Dion verður í beinni

Á fimmtudaginn fór fram kistulagning hjá eiginmanni Celine Dion, René Angélil, í Notre-Dame Basilica í Montreal í Kanada. Aðdáendum var hleypt inn í kirkjuna til að geta vottað René Angélil virðingu sína í hinsta sinn.

Sjá einnig: Eiginmaður Celine Dion er látinn

 

Kistan var opin frá 14 til 21 um kvöldið og stóð Celine Dion við hlið René fram undir kvöld en hún ræddi af og til við aðdáendur sem höfðu beðið í röð til þess að tala við söngkonuna.

Þau sem mættu til að vera viðstödd kistulagningu voru móðir Celine, hin 88 ára Thérésa, bróðir René, André og synir hans Patrick og Jean-Pierrem. Dóttir René úr fyrra hjónabandi, Anne-Marie Angelil mætti einnig og elsti sonur Celine og René, hinn 14 ára gamli René-Charles.

Sjá einnig: Missti eiginmann sinn og bróður í sömu vikunni

Jarðaförin fer fram í dag, í sömu kirkju klukkan 15, en henni verður sjónvarpað á þremur sjónvarpsstöðum í Kanada. Einnig verður hægt að horfa á hana á netinu á vefsíðunni reneangelilcommemoration.com.

 

3071587900000578-3410630-At_times_she_broke_down_in_tears_The_Because_You_Loved_Me_croone-m-162_1453415679300

 

3071537800000578-3410630-image-a-128_1453414747817

307124BA00000578-3410630-A_touching_moment_The_Grammy_winner_laid_her_left_hand_on_her_la-m-217_1453417611065

3071313400000578-3410630-More_tears_Dion_was_seen_patiently_listening_to_supporters_as_th-m-163_1453416286024

3071711000000578-3410630-image-m-196_1453416959747

30719FC600000578-3410630-image-a-1_1453419753767

SHARE