Jared Leto (44) er einn þeirra sem er algjörlega alveg sama um það hvað öðrum finnst um fataval sitt og hefur hann verið þannig í þó nokkuð mörg ár núna. Sést hefur til hans í einkennilegum klæðnaði og með ýmsa háraliti og þá síðast var leikarinn með grænt hár í hlutverki sínu en með bleikt hár síðastliðið haust.

Sjá einnig:Sjáðu Jared Leto syngja lag með Rihanna

Nú þegar hann mætti til frumsýningar á nýjustu kvikmynd sinni Suicide Squad mætti hann í eiturgrænum jakka, í ljósbleikum buxum og var fótabúnaðurinn ekki af lakari endanum. Margir hafa líkt klæðnaðinum við persónuna Elf sem Will Ferrel leikur, en hann var þó að halda aðeins í sitt eigið hlutverk við frumsýningu kvikmyndarinnar, þar sem hann leikur jóker.

Jared er áhugaverð persóna og svo virðist sem hann hafi ekki elst um ár frá því að hann lék í geysivinsælu þáttunum My So Called Life, sem mörg okkar muna eftir. Hann er einnig söngvari, lagahöfundur og leikstjóri ásamt því að vera vinsæll leikari.

 

36D7E4A700000578-0-image-m-7_1470247746584

36D7E4CB00000578-3722283-image-m-13_1470249476824

36D8061100000578-3722283-image-a-16_1470251340143

SHARE