Jólaís – uppskrift

Ég gerði ís fyrir jólin – ég gerði sjerrý-ís, jarðaberjaís og cookie dough ís. Cookie dough ísinn var tilraun sem heppnaðist rosalega vel. Hér kemur grunnuppskrift af ís, þú getur svo bætt við hana að vild.

2 egg
125 gr sykur
1/2 lítri rjómi
Vanilla

Þeyta mjög vel egg og sykur.
Þeyta rjóma og setja vanillu út í. Blanda þessu svo varlega saman og frysta.
Svo geturðu bætt út í 1 plötu af söxuðu suðusúkkulaði og ca 1 dl af sjerrý. Eða ca 200 gr toblerone saxað. Eða 3 litlir bakkar af maukuðum jarðarberjum. Svo er bara gaman að prófa sig áfram með allskonar bragð. Ég get t.d ímyndað mér að það sé rosa gott að minnka sykurinn niður í 100 gr og setjaí staðinn ca 100 gr af rifnu marsipani og þeyta það rosa vel með eggjunum og sykrinum. Ég bætti út í kökudeigi sem var ótrúlega gott, þá gerir þú bara uppskrift af súkkulaðibitaköku deigi og smellir út í.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here