Jólamarkaður netverslana

Sex sætar og skemmtilegar netverslanir munu sameinast á jólamarkaði dagana 17.-19. desember. Markaðurinn verður í Ármúla 21 og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, nú eða í jólapakkann. Hægt verður að versla dásamlegar vörur fyrir heimilið, fyrir barnið eða jafnvel fyrir kaffigerðina – svona svo eitthvað sé nefnt.

Það er um að gera að taka sér örlítið hlé frá vappi um verslunarmiðstöðvar og kíkja á þennan markað. Þær verslanir sem verða á staðnum eru:

Baldursbra.is
Hannah.is
Interia.is
Minimo.is
Pokahornid.is
Sirkusshop.is

Markaðurinn er opinn frá 16-20 í dag og svo aftur á morgun frá 12-16.

Hérna má sjá viðburðinn á Facebook. 

Svona nú. Allir á jólamarkað. Áfram gakk!

SHARE