Jólin.

Jólin eru oft tími blandaðra tilfinninga. Fyrir þá sem hafa alla fjölskyldu sína hjá sér og þá sem þeim þykir vænst um eru þau oft tími mikillar hamingju og þakklætis, þú færð að borða góðan mat með öllum sem þú elskar mest og eyða yndislegum tíma með þeim. Jólin geta þó verið erfið fyrir fólk sem hefur misst einhvern nákomin, þá eru jólin oft tíminn sem þú saknar þeirra mest, tíminn sem þú átt að hafa alla hjá þér og vera umvafin öllum þeim sem þú elskar. Það getur verið erfitt að átta sig á því að allt í einu hefur gjöfunum sem þú ert vön/vanur að gefa fækkað. Það eru líka ekki allir sem eru það heppnir að geta borðað góðan mat með fjölskyldu sinni, gefið börnum sínum fullt af pökkum og skreytt allt hátt og lágt. Við sem það getum vitum hvað það er yndislegt en það hlýtur þá að vera alveg ótrúlega erfitt að sjá fram á það að geta jafnvel ekki gefið börnunum sínum þau jól sem þau óska eftir vegna peningaleysis. Ég held samt sem áður að það sé oftast hægt að gera jólin falleg, með réttum hugsunarhætti. Mér finnst æðisleg jólaljósin um jólin og maturinn, gaman að borða góðan mat, mér finnst líka ótrúlega gaman að gefa gjafir. Samt sem áður skiptir það mestu máli að vera með fólkinu sínu og þó ég sakni á jólunum þá eru jólin akkurat góður tími til að minnast þeirra sem einu sinni voru með okkur og þakka fyrir þá sem við höfum enn hjá okkur.

Gleðileg jól

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here