Jón Gunnar leikstjóri – Leit út eins og skurðlæknir

Jón Gunnar útskrifast með BA-gráðu í leikstjórn frá Drama Centre London árið 2006.
Hann hefur leikstýrt mörgum leikritum og sýningum í atvinnuleikhúsum á Íslandi, Englandi og Finnlandi sem hafa orðið hrikalega vinsælar.
Einnig hefur hann unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti.
Þessi snjalli leikhústjóri rekur fyrirtækið Heyr Heyr og hefur með þeim gefið út nokkra geisladiska í leikinni hljóðmynd.
Nú um þessar mundir er Jón að leikstýra sýningunni ,,Ég var einu sinni frægur‘‘ en með hlutverk fara þeir Gestur Einar, Þráinn Karlsson og Alli Bergdal og sýningin hefur farið fram úr öllum vonum enda um bráðfyndinn leik að ræða.
Það hefur verið ákveðið að halda sýningunni áfram vegna vinsælda svo þú átt enn mögulega á að sjá þessa snilld en sýningin er á Akureyri.
Jón Gunnar hefur leikstýrt þó nokkrum sýningum á Akureyri en einstaklega gott orð fer um hann fyrir fagmennsku og almennt góðan leikstjóra.

Fullt nafn: Jón Gunnar Th.
Aldur: 32
Hjúskaparstaða: trúlofaður
Atvinna: leikstjóri

Hver var fyrsta atvinna þín?
Á lyftara í stærsta ljósaperulager í Evrópu. Ég var fyrsti maðurinn til að velta lyftaranum og einnig til að brjóta milljón ljósaperur í einni ferð.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Já. Þegar Dickies var í tísku ´94 keypti ég mér hvítar Dickies buxur, og hvíta Dickies stuttermaskyrtu. Mér fannst ég svakalega flottur og mætti í þessu í Hagaskóla. Það féll ekki vel í kramið hjá krökkunum, ég leit út eins og skurðlæknir. Ég fékk þó athygli út á þetta, en hvort hún hafi verið jákvæð er ég ekki viss um.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Búinn að segja Mekkín minni öll mín leyndarmál.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
já, oft þá snoða ég mig heima.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
nei

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég lét Jón Atla leikskáld óvart ræna bíl fiskikóngsins í fyrra.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
Facebook og Fotbolti.net

Seinasta sms sem þú fékkst?
Staðan er komin undir 100 kr. Þú getur keypt inneign á nova.is.

Hundur eða köttur?
Hundurinn Leó

Ertu ástfangin/n?

Hefurðu brotið lög?
Ég hef keyrt of hratt, annað ekki.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei

Hefurðu stolið einhverju?
já, litlum fánum á 17.júní þegar ég var 12 ára, fékk svakalegt samviskubit.
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég er bara mjög sáttur með lífið eins og það er núna.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Með konu minni börnum og barnabörnum í framandi landi.

bilde

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here