Jón hlaupari orðinn frægur erlendis fyrir hárgreiðsluna ?

Jón Guðmundur Hvammdal eða Jón hlaupari eins og hann er kallaður þekkja flestir. Allavega fólk að norðan en hann er fæddur og uppalinn Akureyringur.
Jón ber það viðurnefni ,,hlaupari‘‘ því hann hefur hlaupið maraþon í tugi ára ásamt því að bera þessa fínu hárgreiðslu sem er einhverskonar lykkja fest með ,,ömmuspennu‘‘ .
Jón er að nálgast nírætt en það má enn sjá hann hlaupa um bæinn með skjalatöskuna sína sem flestir eru ansi forvitnir hvað leynist í.

Danski fréttavefurinn Dagens.dk fjallaði um sérstakar hárgreiðslur nú í vikunni en það gekk út á að birta myndir af hárgreiðslum fólks alls staðar úr heiminum en það var þó Jón sem stóð helst upp úr.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here