Kærasta Rob Kardashian var handtekin á föstudaginn

Þau Blac Chyna og Robert Kardashian hafa mikið verið í fjölmiðlum liðna viku en svo virðist sem allt hafi farið í háaloft hjá Kardashian fjölskyldunni eftir að Chyna og Rob opinberuðu samband sitt.

Sjá einnig: Rob Kardashian er byrjaður með barnsmóður Tyga

Chyna er nefnilega fyrrverandi kærasta og barnsmóðir Tyga sem er kærasti Kylie Jenner, litlu systir Rob Kardashian. Kim Kardashian og Chyna voru einnig eitt sinn perluvinkonur en svo virðist sem það hafi slitnað upp úr því vinasambandi þegar Tyga fór að sýna Kylie áhuga.

Vikan endaði ekki vel hjá parinu en Chyna var handtekin á flugvellinum í Austin. Chyna var á leiðinni til London frá Los Angeles og millilenti flugvélin í Austin en þar endaði einnig ferðalagið fyrir Chyna þar sem hún var handtekin fyrir ölvun á almannafæri og fyrir það að vera með ólögleg efni á sér.

Sjá einnig:  Vilja að Kris Jenner afneiti syni sínum

Vitni segja að Chyna hafi rifist við flugfreyjurnar og verið ofurölvi. Hún hafi komið um borð í vélina með látum og hreytt ljótum orðum í starfsfólkið.

30B6CF2600000578-3423808-image-m-2_1454136501311

 

blac-chyna-f-435

Kim-Kardashian

26A6B0EA00000578-0-image-a-46_1427156310838

26A6B0F500000578-0-image-a-47_1427156328188

SHARE