Kanye West þarf að fara í meðferð ef hann vill að hjónabandið gangi

Kim Kardashian er afar óánægð með eiginmann sinn, Kanye West, þessa daga en hún vill að hann leiti sér aðstoðar hjá fagaðila frekar en að tjá sig um vandamál sín á Twitter.

Sjá einnig: Kim Kardashian er klár með skilnaðarpappíra

Kanye hefur verið iðinn við að setja inn tíst á Twitter um öll sín vandamál og einnig fjárhagsvandamál. Hann gekk meira að segja svo langt að biðja stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, um peninga á Twitter. Mark hefur ekki staðfest við fjölmiðla hvort hann hafi orðið við þeirri ósk Kanye en það er nokkuð ljós að Kanye hefði átt meiri möguleika að fá pening frá honum hefði hann beðið um hann á Facebook.

Sjá einnig: Kim Kardashian nánast óþekkjanleg á tískusýningu eiginmannsins

Kim hefur áhyggjur af því að Kanye sé að eyðileggja ímynd sína og þeirra með öllu bullinu sem hann er að setja inn. Mikið álag er á hjónabandinu vegna óánægju Kim en þau eru þó bæði harðákveðin í því að vinna úr vandamálunum sínum. Jafnvel þótt að Kanye muni ekki sættast á það að leita sér aðstoðar er Kim harðákveðin í því að aðstoða hann á samfélagsmiðlum.

316F2D2800000578-3462113-image-a-6_1456324747599

 

316FEECF00000578-3462113-image-m-26_1456328676110

3176C8EB00000578-3462113-The_magazine_s_source_reveals_that_the_reality_star_is_very_conc-m-22_1456325254464

 

SHARE