Karamellu ískaffi

Það er ómanneskjulegt hvað þær systur hjá Matarlyst eru með girnilegar uppskriftir og stórhættulegt fyrir mig sem er nýkomin úr magaermi!

Tekur bara 5 mín að gera! Og er ofsalega gott.
(Fyrir 2)

2 msk instant kaffi
4 msk sykur
2 msk heitt vatn
50-70 ml mjólk -í hvert glas
Mulinn klaki (aðeins meira en hálft glas)
1-2 msk heit karamellusósa t.d frá Kjörís -í hvert glas

Sjá meira: kristin-for-i-magaermi-i-pollandi-allt-um-thad/

Þeytið saman í hrærivél instant kaffi , sykur og heitt vatn á fullum krafti í u.þ.b 3-4 mín eða þar til það er orðið stífþeytt.

Á meðan kaffið er að þeytast setjið mulinn klaka í glas og bætið mjólkinni saman við.
Þegar kaffið er orðið stífþeytt setjiði það ofan á klakana með matskeið.

Drykkurinn er síðan toppaður með karamellusósunni!

Áður en drykkurinn er drukkinn er blandað öllu vel saman með röri eða skeið.

Verði ykkur að góðu.

Ég er sannfærð um að smá slurkur af Bailys geri þetta enn betra!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here