Karlmennskan – Er hún úrelt?

Ó, karlmennska – Hvað er það eiginlega að vera karlmannlegur karlmaður? Hvaða tilgangi þjónar sú staðalímynd að karlmennska sé nauðsynleg til að vera sáttur með sig eða jafnvel til að geta verið í farsælu sambandi, eignast börn og hús og vera nógu “sterkur” til að standa af sér allt sem á móti blæs?

Í raun eru tvær hugmyndir á lofti í samfélaginu sem stangast á við hvora aðra. Karlmaðurinn þarf annars vegar að vera „karlmannlegur“,  jafnvel vöðvastæltur og hlaupa sjálfviljugur í öll verk sem krefjast vöðvamassa, kunna allt sem tengist bílnum, rafmagni/tækni eða bara hvers sem er sem nær ekki inn á áhugasvið margra kvenna. Hinsvegar eiga karlmenn líka að vera ofurmjúkir, sýna tilfinningar sínar frá dýpstu hjartarrótum, fella jafnvel tár og hafa sama áhugamál og þú.

Sjá einnig:36 ráð til karlmanna – Frá eldri karlmönnum

Þær kröfur að við verðum að hafa “það allt” getur reynst mörgum konum, jafnt sem mönnum erfiðar, en það sem raunverulega gildir til þess að vera sáttari við sjálfan sig er að geta verið maður sjálf/ur. Allir eiga rétt á því að vera þau sjálf, svo við skulum hugsa vandlega um þær kröfur sem við setjum á náungann.

Sjá einnig: 28 reglur fyrir feður sem eiga drengi

Ert þú kona sem þarf mann sem sér um skítverkin fyrir þig? Leitaðu þá að einum slíkum. Ert þú maður sem vilt óaðfinnanlega prinsessu? Hún er kannski þarna úti einhvern staðar, en þegar á reynir kemur yfirleitt sanna manneskjan í ljós. Höfum ekki áhyggjur af staðalímyndum, því þú þarft ekki einhvern annan til að sanna virði þitt og þú munt þar með draga að þér það fólk sem réttast er að hafa í lífi þínu.

Sjá einnig: Vertu karlmaður! hvernig erum við að ala upp strákana okkar? – Myndband

SHARE