Katrín Mist er hörkudugleg og lætur fátt stoppa sig – Viðtal

Katrín Mist Haraldsdóttir er ung og upprennandi leikkona sem býr í New York. Katrín á 5 systkini og dásamlega foreldra eins og hún segir sjálf frá. Hún útskrifaðist úr Verkmenntaskólanum á Akureyri af Hönnunar- og textílbraut en tók þó fyrsta bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Einnig kláraði hún eina önn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Katrín er hörkudugleg og hefur afrekar heilan helling þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gömul. Við fengum að kynnast henni aðeins betur.

eftir helenuMynd eftir Helenu Rut

Þú æfðir lengi dans hvernig var það?
Ég byrjaði á að fara í balletttíma með mömmu þegar ég var 2 ára og var einnig í danstímum þegar ég bjó í Californiu með pabba. Eftir að ég flutti aftur heim til Íslands stundaði ég fimleika ásamt því að ég var alltaf dugleg að sækja öll dansnámskeið þegar þau voru í boði. Svo var það þegar Sigyn Blöndal opnað Point Dansstudíó að ég byrjaði að æfa dans aftur af krafti. Ég æfði þar alla mína Menntaskólagöngu og þangað til ég flutti í burtu frá Akureyri. Ásamt því að æfa kenndi ég einnig í fjögur ár dásamlegum stelpum. Þær gerðu mig verulega stolta og var stundum stutt í tárin, sem segir að það er kannski ekki svo langt að sækja í dramadrottninguna sem í mér býr.

Margir hafa rekist á þessa kláru konu í allavega leikritum og hefur hún verið frábær í því sem ég hef séð, en Katrín syngur líka eins og engill og við spyrjum hana:
Er tónlist stór partur af þér ?

Ásamt því að dansa og klæða mig upp í skrítna búninga og leika í leikritum hef ég alltaf sungið mikið, allt frá því að ég byrjaði að hjala og má kannski segja að það sé svona það sem liggur mér næst. Tónlistin hefur alltaf verið rosa stór þáttur af mínu lífi. Ég lærði á píanó í 7 ár og lærði svo söng eftir það. Ég eyddi líka ófáum klukkutímum í karioki í herberginu mínu þegar ég var yngri.. (systur minni til mis mikillar gleði hehe). Þó ég hafi lært leiklist og hún eigi ofboðslega stóran stað í mínu hjarta þá hef ég aldrei útilokað að tónlistin verði fyrir valinu sem framtíðarstarf, eða kannski bara bæði. Þetta á nú frekar vel sama líka.

eg og hjalti.. ur dateMyndin er tekin úr leikritinu Date sem sýnt var fyrir norðan á Akureyri. Leikritið vakti mikla lukku og allar sýningar troðfullar.
Sjálf fór ég á sýninguna og óhætt að segja að Katrín sló í gegn í frábærum gamanleik.

Hvenær kviknaði áhuginn ?

Áhuginn á þessu öllu saman byrjaði þegar ég var pínu lítil. Mamma mín átti dansstúdíó og vann líka stundum í Leikhúsinu, og ég fékk rosa mikið að koma með í vinnuna alveg frá því að ég var oggupons og ætli það hafi ekki bara smitað svona út frá sér og var ég orðin harðákveðin 3 ára að ég ætlaði sko að verða leikkona þegar ég yrði stór!
Hvenær fluttir þú svo í borgina sem aldrei sefur? Ég fór fyrst út til New York í Júní 2011 í 10 daga til þess að fara í prufur. Fór í prufur í þremur skólum og komast inn í þá alla. Ég valdi skólann sem mér leist best á og flutti svo út í ágúst sama ár og byrjaði í skólanum í september.

pabbiminnHér má sjá Katrínu með pabba sínum sem er henni mjög mikilvægur

Hvar ólstu upp og hvað kallar þú heima?

Ég fæddist á Akureyri og bjó þar fyrstu 3 árin af ævinni. Ég missti móður mína þegar ég var 3 ára og eftir það ákvað pabbi að skipta aðeins um umhverfi og við fluttum tvö saman fyrst til Seattle í smá tíma og síðan til Californiu. Við bjuggum rétt fyrir utan San Francisco þangað til ég var að verða 8 ára, einnig kom stóri bróðir minn til okkar á sumrin. Stuttu eftir við komum heim kynntist pabbi dásamlegri konu og ég eignaðist nýja mömmu og 3 ný systkin, við bjuggum saman í Sandgerði þar til ég var 13 ára. Eftir það var svo ákveðið að flytja alla fjölskylduna norður til Akureyrar og var ég þá einnig einum litlum bróður ríkari. Pabbi ætlaði aðeins að taka að sér eitt verkefni og vinna þar eitt sumar, en við ílengdumst þar og bjó ég á Akureyri þar til ég flutti til New York. Svo það má kannski svona í stuttu máli segja að ég hafi alist upp út um allt eiginlega. En Akureyri er klárlega það sem ég kalla ,,heim”.

Hvernig er að flytja í stórborgina New York, þú hlýtur að vera mjög sjálfstæð?

Það var svolítið öðruvísi, en mjög þroskandi. Að finna íbúð hér er aðeins meira en að segja það og hlutirnar ganga mun hægar fyrir sig en á Íslandi. Það er líka allt svo ofboðlega mikið mál og þarf maður t.d.oft að tala við eina þrjá einstaklinga til að fá svör við einhverju sem myndi taka mann 1 mínútu á íslandi. Ég hef lært ofboðslega mikið á þessu og er enn að læra, maður er alltaf að rekast á einhverja nýja hnúta sem þarf að leysa. Það var sennilega erfiðast af þessu öllu að vera án pabba. Ég er rosaleg pabba stelpa og hef alltaf verið. En hann og öll fjölskyldan hefur verið rosalega dugleg að styðja við bakið á mér og hjálpa mér eins og þau geta. Ég var rosalega heppin líka að pabbi var búin að búa hérna úti og díla við alla þessa hluti og kerfið svo hann vissi aðeins hvernig átti að fara að þessu og er duglegur að leiðbeina mér. En ég hef þroskast mikið við þetta allt saman og það sem mér finnst rosalega mikilvægur partur af þessu öllu, er að ég er búin að upplifa og sjá hluti sem maður kannski hefði aldrei raunverulega áttað sig á ef maður hefði ekki séð þá með eigin augum. T.d. Bjó ég frekar langt inní Brooklyn meiri partinn af námstímanum og þar ríkir sumstaðar mikil fátækt og fólk sem elst upp í heimi sem við munum aldrei í raun skilja. Þetta var soldið svona ““reality check” um það hvað við höfum það ofboðslega gott á Íslandi.

a leið í skólann á ííísköldum vetrardegi
Á leið í skólan á ísköldum vetrardegi

Hvernig finnst New York búar, eru þeir mjög frábrugðnir okkur Íslendingum?

Það er rosa misjafnt bara eftir því hvert maður fer. Þeir eru yfirleitt mjög mikið að flýta sér og borgin er rosalega svona yfir höfuð frekar “fast pace”. Maður lendir á mjög dónalegu fólki en svo lendir maður líka á alveg yndislegu fólki inn á milli.

Þú hefur verið lengi í sambandi, hvernig hefur það gengið?

Já það er að detta í 5 árið núna í ágúst. Það hefur bara gengið ótrúlega vel. Við vorum búin að vera saman í 3 ár áður en ég flutti út og það var einhvernvegin aldrei inní myndinni að hætta saman.Hann hefur alltaf stutt mig alla leið í því sem mig langar til að gera og hvatt mig áfram. Hann var sjálfur að klára skóla heima þegar ég fór út, svo við ákváðum bara að láta reyna á þetta og gekk þetta bara upp eins og í sögu. Ég held að þegar það er gott traust til staðar og viljinn fyrir hendi þá sé allt hægt. Hann kom að heimsækja mig annað slagið og ég fór heim yfir jólin og síðasta sumar, svo er hann að flytja hingað út í haust til að fara í nám og þetta eiginlega bara gekk fullkomlega upp.
Þú ert ný útskrifuð hvað er planið í framhaldi? Það er nú stóra spurningin hehe. Ég hef aldrei verið neinn rosalegur framtíðar planer. Ég á mér stóra drauma og margt sem mig langar til að gera, ætli ég fari ekki bara þangað sem lífið leiðir mig. Þessa dagana er ég bara á fullu að fara í prufur, semja tónlist og anda smá eftir crazy vetur.. Ég bíð bara spennt eftir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

egjohannÞetta er fallegt par sem lætur fjarveru eða annað ekki koma í veg fyrir ástina

SHARE