Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner er sennilega ein mest myndaða kona heims um þessar mundir. Kendall er ákaflega glæsileg ung kona og sjálfsöryggið uppmálað. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig en Kendall sagði nýlega frá því á heimasíðu sinni að hún hefði ekki verið með neitt sjálfstraust sem unglingur vegna húðvandamála.

Sjá einnig: Khloe og Kendall eru sjóðheitar í sumarfríi

Ég var hræðilega slæm af bólum á sínum tíma. Þær byrjuðu að koma þegar ég var í 8. eða 9. bekk og ætluðu aldrei að hverfa. Kim og Kourtney gáfu mér þó tvö góð ráð; ekki vera með hendurnar í andlitinu á þér og aldrei kroppa!

Þetta vandamál hafði gríðarleg áhrif á mig, ég hafði nákvæmlega ekkert sjálfstraust og eins var ég mjög meðvituð um útlit mitt og átti erfitt með að horfast í augu við fólk.

2DDB493E00000578-3292701-image-m-1_1445991523730

Kendall árið 2009.

2DDA7D4800000578-0-image-a-31_1445991488460

Kendall árið 2015.

SHARE