KETO sítrónu rjómaosta bomba

Ég átti von á vinkonu í heimsókn um daginn sem ég hef ekki hitt í rúm 2 ár.  Spjöllum reglulega á Facebook og ég hef tekið eftir því hversu dugleg hún er í ræktinni og yoga (hangir á hvolfi í einhverju taui!)  Þorði ekki að hafa eitthvað gummilaði úr hveiti með kaffinu svo að ég fann þessa uppskrift á netinu og ég get fullvissað ykkur að þessar sítrónu bombur runnu niður og ég sendi henni síðar um daginn þessa súper auðveldu uppskrift.  

  • 170gr hreinn rjómaostur 
  •   60gr saltað smjör
  • 1/2 bolli af fínu möndluhveiti
  •   30gr stevía sykur 
  •  2 tsk  sítrónusafi
  • rifinn börkur af 1/2 sítrónu 
  • 1 tsk stevia vanillu 
  • 1 bolli af organic kókosflögum 

Aðferð:

Leyfði rjómaostinum og smjörinu að ná stofu hita. Blandið öllu hráefninu saman í skál nema kókosflögum, þar til að það er orðið að deigi.  Skellið skálinni í frystir í 10 mínútur.  Takið út mótið kúlur í ykkar stærð.  Ég setti smá auka sykur í kókosflögurnar og blandaði vel saman áður en ég velti kúlunum uppúr því.  Kúlurnar fara svo aftur í frystir í 20-30 mínútur.  Njótið strax eða geymið í góðu lokuðu íláti í ísskápnum.  

Fann þessa uppskrift hér og hvet ykkur til að skoða meira á þessari síðu.  

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here