Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian vill meina að besta hefndin sé stórkostlegur líkami.

Khloe gaf aðdáendum sínum á vefsíðunni sinni, khloewithak.com, nokkur góð ráð þegar kemur að því að halda áfram eftir erfið sambandsslit.

Sjá einnig: Khloe Kardashian hætti að borða mjólkurvörur til að grennast

Ég sagði við Rob fyrir nokkrum árum: besta hefndin er klikkaður líkami. Þetta er smá kjánalegt en samt satt. Það er í raun engir ókostir við það að vinna úr tilfinningum sínum í ræktinni. Þér líður betur og útkoman verður rosalegur líkami sem mun gera það að verkum að þínum fyrrverandi á eftir að finnast ennþá erfiðara að horfa á eftir þér.

Khloe sagðist ekki vera neinn sérfræðingur í þessum málum en að hún gæti deilt sinni reynslu eftir skilnað sinn við körfuboltakappann Lamar Odom.

Sjá einnig: Khloe Kardashian situr fyrir nakin

Fólk spyr mikið út í það hvernig Khloe hélt áfram með líf sitt eftir að hjónaband hennar og Lamar fór í vaskinn.

Ég byrjaði að breyta líkama mínum og sjálfri mér eftir það sem var líklega lægsti punkturinn í lífi mínu, fólk sér mig sem einhvern sérfræðing í þessum málum. Ég þykist ekki vera sérfræðingur í þessu en ég get þó deilt einhverjum upplýsingum með ykkur.

khloekardashian-jpg

khloe-kardashian-complex-august-september-2015-cover__oPt

SHARE