Khloe Kardashian hætti að borða mjólkurvörur til að grennast

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian hefur nú loks opinberað hver lykillinn að þyngdartapi hennar er, en hún hefur grennst mikið á þessu ári. Í viðtali við NewBeauty segir Khloe frá því að sú ákvörðun hennar að hætta að borða mjólkurvörur hafi breytt miklu:

Ég ákvað að gera tilraun. Ég tók allar mjólkurvörur út úr matarræði mínu og á einum og hálfum mánuði missti ég sex kíló, án þess að hafa breytt nokkru öðru.

Sjá einnig: Khloe Kardashian: „Ég var alltaf feita systirin“

2013-05-02-13-21-03-6-khloe-kardashian-admitted-that-she-lost-a-whopping

Í viðtalinu segir Khloe frá því að hún hafi verið vön því að þamba mjólk og borða eins mikið af osti og hún gat í sig látið. Hún hefur nú gefið ostinn alfarið upp á bátinn og drekkur vatn í staðinn fyrir mjólk.

Ég drekk fimm lítra af vatni á dag, tek vítamín og borða hollt. Ég hef aldrei verið heilbrigðari.

2F8DA32200000578-0-image-a-46_1450717605892

SHARE