Kim Kardashian birti óvart ,,ófótósjoppaða” mynd af sér

Kim Kardashian birti óvart ófótósjoppaða mynd af sér og eiginmanninum sínum Kanye West á Facebook á miðvikudagskvöldið. Hún var þó fljót að átta sig á því og tók myndina út.

Sjá einnig: Komin 8 mánuði og vinnur enn hörðum höndum

Myndin var tekin af hjónunum á mánudagskvöldið í 20 ára afmæli litlu systur Kim, Kendall Jenner.

Aðdáendur stjörnunnar voru ekki lengi að taka eftir því að myndin sem hún setti inn á Facebook var ekki sú sama og mátti finna á Instagram og Twitter síðu Kim. Á þessari mynd var hárið hennar ekki alveg eins slétt að aftan og var undirhakan hennar nokkrum millimetrum stærri þó varla megi kalla þetta undirhöku.

Sjá einnig: Khloe Kardashian: „Ég var alltaf feita systirin“

Til allrar hamingju er Kim búin að setja inn réttu myndina á Facebook síðuna sína.

giphy

SHARE