Svo virðist sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian eigi í erfiðleikum með að aðlagast því að vera tveggja barna móðir – ef marka má heimasíðu hennar. Þar deilir Kim með aðdáendum sínum að hún eigi erfitt með að vera sífellt að gefa Saint West brjóst og passa að North West fái næga athygli líka. Aðfaranótt miðvikudagsins 10.febrúar skrifar Kim á heimasíðuna sína:

Klukkan er fjögur að nóttu og ég er vaknandi – að mjólka mig og nánast með óráði. Ég er að fela mig í fataskápnum hjá dóttur minni og held í vonina að hún sjái ekki að ég hafi laumast úr rúminu hjá henni og byrji að gráta. Ég vissi að það yrði öðruvísi að eiga tvö börn en GUÐ MINN GÓÐUR þetta er svo erfitt. Ef ég er ekki að gefa brjóst þá er ég að leika við North. Ég fæ engan svefn.

Kim lauk færslunni á þeim orðum að þetta færi vonandi allt að detta í rútínu hjá þeim, ef aðrar mæður gætu þetta þá gæti hún þetta.

Sjá einnig: Myndin sem er að gera allt vitlaust: Er þetta Saint West?

kim-kardashian-braids-post-pregnancy-ftr

SHARE