Kim Kardashian er búin að eiga

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West eignuðust son í morgun. Drengurinn er annað barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau stúlkuna North.

Sjá einnig: Paris Hilton reynir að feta í fótspor Kim Kardashian

Tilkynning var sett inn á heimasíðu Kim og þar greint frá því að bæði móður og barni heilsist vel.

Kim birti á föstudaginn mynd af sér þar sem hún stóð á nærfötum fyrir framan spegil en hún skrifaði undir myndina að hún væri tilbúinn þegar hann yrði tilbúinn.

Kim hefur gefið það út að sonurinn muni ekki fá nafnið South eða Easton. Hún sagðist sjálf vera hrifin af nafninu Eston en að eiginmaðurinn hennar væri ekki á sama máli.

Sjá einnig: „Ökklarnir á mér eru farnir út úr böndunum“

 

2F13317200000578-0-image-a-48_1449296716199

 

SHARE