Kim Kardashian hatar að vera ólétt

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian ætlar ekki að eignast fleiri börn þar sem eiginmaður hennar þarfnast mikillar athygli.

Kim sagði í viðtali við Ryan Seacrest á föstudaginn að Kanye West myndi fá minni athygli þegar drengurinn sem þau eiga von á kæmi í heiminn. Því sé hún mjög sátt með tvö börn.

Sjá einnig: Kim Kardashian birti óvart ,,ófótósjoppaða“ mynd af sér

Ég er mjög sátt með að eignast bara 2 börn. Eiginmaður minn þarfnast mikillar athygli, bæði börnin þurfa athygli, ég vinn mikið og ég vil geta gefið öllum jafn mikla athygli.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kim gefur það út að hún muni ekki eignast fleiri börn en í viðtali við E! News sagðist hún hata að vera ólétt og meðganga og hún ættu ekki samleið.

Sjá einnig: Hefur þyngst um 23 kíló á meðgöngunni

Ég held að ég og meðganga séum ekki að vinna vel saman. Ég hata þetta. Meðganga er bara ekki fyrir mig. Ég hef heyrt sögur í gegnum árin hversu frábær meðganga sé frá mömmu og Kourtney en það er bara ekki málið fyrir mig og ég ætla ekki að sitja hérna og ljúga og láta eins og þetta sé það æðisleg upplifun. Þetta er hörmulegt.

gettyimages-493614148

SHARE