Kim Kardashian hleypir aðdáendum inn í hversdagslíf sitt

Snapchataðgangur Kim Kardashian gefur aðdáendum hennar alveg nýja sýn á líf hennar.

Sjá einnig: Fékk þakklætisvott frá Kim Kardashian

Kim er vön að birta glansmyndir af sjálfri sér og lífi sínu á Twitter og Instagram en á Snapchat fá fylgjendur hennar að sjá fjölskyldulífið. Hin 35 ára gamla raunveruleikastjarna birti um helgina mikið að myndböndum frá afmæliboði Rob Kardashian. Litli bróðir Kim var 29 ára og hittist öll fjölskyldan á Nobu á Malibu.

Sjá einnig: Kim Kardashian deilir nýrri mynd af syni sínum Saint West

Svo virðist sem að fjölskyldan geti ennþá komið saman þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi greint frá því að Kardashian systurnar væru afar ósáttar með nýjustu kærustu Rob, Blac Chyna. Rob eyddi sjálfum afmælisdeginum með Blac en fagnaði síðan með fjölskyldunni daginn eftir. Blac var þó ekki viðstödd.

Blac var þó ekki sú eina sem var ekki viðstödd en Khloé Kardashian var einnig fjarverandi þar sem hún var veik heima.

32615AFE00000578-0-image-m-69_1458445947471

3261405D00000578-0-image-m-74_1458446566509

3262029A00000578-3500998-image-a-4_1458458110056

3261630600000578-3500998-image-m-3_1458448653565

3262029600000578-3500998-_The_old_Kanye_The_rapper_as_well_inspected_a_pair_of_the_green_-m-3_1458458055285

SHARE