Kim Kardashian og Amber Rose búnar að sættast

Þegar Kim Kardashian og Kanye West byrjuðu að hittast fóru margar slúðursögur á flug varðandi Kim og fyrrverandi kærustu Kanye, Amber Rose. Kanye West fór ekki fögrum orðum um Amber í fjölmiðlum en hann til dæmis sagði að Kim hafi látið hann fara 30 sinnum í sturtu áður en hann mátti sofa hjá henni af því að Amber hafi verið svo mikil hóra. Sú saga breyttist fljótt hjá fjölmiðlum og fóru sturtuferðirnar úr því að vera 3o upp í 100.

Sjá einnig: Kim Kardashian: Fann myndir af Amber Rose í tölvunni hans Kanye

Slúðursögur um illdeilur héldu áfram í gegnum árin en allt sauð upp úr í síðustu viku þegar Twitter samskipti barnsföður Amber, Wiz Khalifa og Kanye West fóru gjörsamlega úr böndunum. Fyrsta Twitter færslan var skrifuð af Wiz en það var saklaus gagnrýni á nafninu á væntanlegri plötu Kanye. Eitt leiddi þó af öðru og fóru Twitter færslurnar á endanum niður á afar lágt plan þar sem Amber, barnið hennar og Wiz voru gagnrýnd.

Sjá einnig: Amber Rose grét þegar hún talaði um ljót ummæli Kanye West

Kanye West endaði á því að biðjast afsökunar á því að ræða um barn Wiz og Amber.

Þessi Twitter deila virðist hafa verið kornið sem fyllti mælirinn hjá Kim og Amber en þær tóku málin í sínar hendur og enduðu margra ára illindi með því að birta mynd af þeim saman á Instagram á þriðjudaginn. Kanye West telur Amber þó ennþá vera svikara þrátt fyrir að eiginkonan hans hafi bundið enda á þessa löngu vitleysu.

 

Screen Shot 2016-02-03 at 23.01.47

SHARE