Langþráður draumur raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian um að prýða forsíðu Vogue hefur loksins ræst.
Kim er ekki ein á forsíðunni því tilvonandi eiginmaður hennar Kanye West fékk einnig sitt tækifæri til prýða forsíðu þessa virta tískutímarits.

Sá orðrómur hefur lengi verið að ritstjóri blaðsins, Anna Wintour, hafi ekki haft mikið álit á Kim og hennar frama. Annar orðrómur var sá að Kanye West hafi reynt að gera allt í sínu valdi til að ná því í gegn að Kim fengi að sitja fyrir á forsíðu blaðsins.
Burtséð frá öllum fyrrnefndum orðrómum hefur dagurinn loks runnið upp og Kim og Kanye prýða forsíðu apríl útgáfu blaðsins þar sem Kim klæðist fallegum brúðarkjól frá Lanvin.
Myndirnar í blaðinu voru teknar af ljósmyndaranum Annie Leibovitz og hafði hún ekkert nema góðar sögur að segja af Kim eftir myndatökuna.

img-apriltest_104557289055.jpg_guides_hero

Hér er myndband af myndatökunni.

SHARE