Kit kat kaka – Uppskrift

Það er einfaldara en mann grunar að skella í eina Kit Kat köku. Það flóknasta er ekki skreytingin heldur baksturinn. Og ef þú hefur ekki tíma í baksturinn getur þú keypt tilbúið krem og 2-3 brúna svampbotna til þess að skreyta með Kit Kat-inu

kitkat kaka

Botn:

4 st egg
150 gr sykur
130 gr hveiti
1 ts lyftiduft
2 msk kakó

Egg og sykur unnið saman þar til blandan verður létt og ljós. Hveiti, lyftiduft og kakó sigtað saman og blandað hægt saman við eggjablönduna með sleikju.

Setjið í tvö velsmurð, lausbotna kökuform  og bakið á 180°c í miðjum ofni í 10-20 mín.

Smjörkrem:

250 g smjör
250 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
Kakó eftir þörfum

Leyfið smjörinu að mýkjast lítilega þar til það fer að nálgast stofuhita. Vinnið smjörið og flórsykurinn saman og bætið svo vanilludropunum og kakóinu við.

 

Skraut:

Fallegur borði
2 lengjur af Kit-kat (stóru umbúðirnar)
2-3 pokar af 180 g M&M

Takið kökuna úr ofninum og látið kólna. Næst setið þið kremið á hana. Að því loknu er Kit-Kat-inu raðað hringinn í kringum kökuna. Best er að raða tveimur og tveimur saman, skerið Kit-Kat-ið í sundur með beittum hníf til að fá beinni skurð. Veljið fallegan skrautborða til þess að halda Kit-kat-inu á sínum stað. Takið M&M-ið úr pokanum og dreifið yfir kökuna.

SHARE