Það er engin pízza sósa á henni þessari. Þú færð mikið og gott bragð af ýmsu öðru.

Þegar það er svona auðvelt að búa til góðan kvöldmat er alveg óþarfi að vera að panta sér pizzu!

Kjúklingapizza með BBQ sósu 

Fyrir  4

Efni:

Botninn

 • 1 tsk pressuger (þurrger)
 • 1-1/2 bolli volgt vatn
 • 4 bollar hveiti
 • 1 tsk.  salt
 • 1/3 bolli ólívu olía

Álegg á pizzuna

 • 2 kjúklingabringur
 • 1/2 bolli bbq sósa
 • Ólívuolía
 • Salt
 • 450 gr nýr mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
 • 1/2 rauðlaukur, skorinn i sneiðar
 • 4-6 beikonræmur, vel steiktar og muldar
 • Kóríander, saxað

Aðferð:

Botninn

 1. Setjið volga vatnið í könnu og gerið út í. Látið standa í 10 mín.
 2. Bætið hveiti og salti út í. Hrærið saman og bætið olíu hægt út í. Hnoðið deigið þar til það er komið vel saman. Þá er það sett aftur í skálina, smá olía borin á deigkúluna, filma sett yfir skálina og deigið látið hefast í 1-2 klst. við herbergishita.
 3. Þegar kominn er tími til að baka pizzuna er ofninn hitaður í 200˚C.
 4. Nú er deigið flatt út og sett á bökunarplötu (gott að hafa bökunarpappír undir). Stráið smávegis af salti á botninn.
 5. Bakið botninn þar til hann er ljósbrúnn.

 

Áleggið fyrir pizzuna

 1. Hafið ofninn áfram í 200˚C.
 2. Stráið salti á bringurnar og setjið í eldfast mót, hellið bbq sósunni á kjötið og bakið í 20-25 mín. (munið að kjúkling á alltaf að gegnsteikja)  Takið úr ofninum og skerið í bita.
 3. Stráið lauknum á botninn, látið kjúklingabitana og beikonið ofan á og að lokum ostinn. Bætið svolitlu af barbekjú sósu ofan á.
 4. Bakið þetta nú saman í 15 mín.
 5. Takið úr ofninum og dreifið kóríander yfir pizzuna- og verði ykkur að góðu!

 

SHARE