Klæðum okkur eftir veðri!

Það er dásamlegt hvað við Íslendingar erum alltaf furðulostin á hverjum einasta vetri þegar fer að kólna og snjórinn kemur.
Það er eins og við séum föst í sumrinu sem er ótrúlegt því það er einungis þrír mánuðir af árinu.

Ég skrapp út um helgina og tók þá eftir því hvað fólk var almennt illa klætt!
Það var nístings kuldi úti og sumar stelpur voru berleggja!
Ég held það sé ekki þess virði að sýna leggina og liggja svo heima í viku með blöðrubólgu eða önnur veikindi.
Einnig var mikið af fólki í þunnum jakka og opnum skóm.
Vetrartíska er flott og það er hægt að vera mjög smart en vera þá hlýtt í leiðinni. Það er lítið smart við það að krókna úr kulda niðri bæ og skjálfa eins og hrísla.
Ef við konurnar ætlum út í kjól, þá er engin spurning hvort við eigum að fara í sokkabuxum eða ekki.
Kápa, pels eða þykkur jakki er algerlega nauðsýnlegur í þessum kulda, fallegir hanskar og jafnvel smart trefill eða klútur sakar ekki.
Þær sem eru með fallegar línur vilja gjarnan sýna meira en það er mikill misskilningur, því við getum mjög auðveldlega sýnt línur þó við séum ekki með einhverja líkamsparta bera.

Verum smart og klæðum okkur eftir veðri,
Látum ekki kuldabola ná okkur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here