
Konan sem er í haldi vegna andláts föður hennar í Garðabæ í apríl verður áfram í gæsluvarðhaldi til 1. júlí, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Ástæðan fyrir enn einni framlengingu gæsluvarðhaldsins eru, samkvæmt tilkynningunni, almannahagsmunir.
Maðurinn sem lést hét Hans Roland Löf, tannsmiður, fæddur 1945. Hann var búsettur á Arnarnesi í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni og dóttur þeirra, Margréti Höllu Hansdóttur Löf, sem nú situr í gæsluvarðhaldi.