Konan verður áfram í gæsluvarðhaldi

Konan sem er í haldi vegna andláts föður hennar í Garðabæ í apríl verður áfram í gæsluvarðhaldi til 1. júlí, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Ástæðan fyrir enn einni framlengingu gæsluvarðhaldsins eru, samkvæmt tilkynningunni, almannahagsmunir.

Maðurinn sem lést hét Hans Roland Löf, tannsmiður, fædd­ur 1945. Hann var bú­sett­ur á Arn­ar­nesi í Garðabæ ásamt eig­in­konu sinni og dótt­ur þeirra, Mar­gréti Höllu Hans­dótt­ur Löf, sem nú sit­ur í gæslu­varðhaldi.

SHARE