Konudagurinn snýst ekki bara um hvað makinn ætlar að gera fyrir konu sína!

Konudagurinn nálgast óðfluga og við konurnar bíðum spenntar eftir því hvað maki okkar dregur fram úr erminni.  En Konudagurinn snýst ekki bara um hvað makinn ætlar að gera.  Þetta snýst líka um mæður, dætur, systur, vinkonur og samstarfskonur.  Við getum heiðrað nánustu konur í lífi okkar, það þarf ekki að vera mikið, stórt eða dýrt.  Falleg blóm eða kort sýna alltaf hug okkar og væntumþykju.

Ég kannaði hérna á skrifstofuhæðinni hjá mér hvað menn og konur ætluðu að gera fyrir konuna sína á þessum degi.

 

Sigurður 24 ára: Ekki neitt eða ég veit það ekki.  Vera bara góður við hana eins og alla daga.

 

Gústi 30 ára: Ég veit það ekki.

 

Óskar 31 árs: Ekkert ákveðið enn þá.

 

Magnús 35 ára: Úff takk, hvenær er hann?  Út að borða og Bláa Lónið.

 

Kata 35 ára: Út að borða!

 

Hlynur 43 ára: Út að borða og nudd.

 

Heiðar 44 ára: Góð spurning!

 

Arnþór 25 ára: Já, þú meinar, eeeeee tek hana út að borða.  Hvenær er Konudagurinn?

 

Njótum dagsins og heiðrum konurnar í lífinu okkar.

 

 

SHARE