Konur á pillunni laðast að kvenlegum mönnum

Samkvæmt nýrri rannsókn sér pillan ekki bara til þess að þú verðir ekki ólétt heldur hefur hún líka áhrif á hvernig mönnum þú laðast að. Í rannsókninni kom fram að konur sem eru á pillunni laðast síður að karlmannlegum andlitsdráttum en þær konur sem ekki taka pilluna.

Í fyrri hluta rannsóknarinnar tóku 18 gagnkynhneigðar konur þátt á háskólaaldri í Englandi. Þær voru látnar fletta ljósmyndum af andlitum, bæði karla og kvenna, þangað til þær komu að því andliti sem þær löðuðust mest að. Þær voru látnar gera þetta á pillunni og svo þremur mánuðum eftir að þær hættu á pillunni.

Þegar þær voru á pillunni voru þær ólíklegri til að velja menn með sterka og karlmannlega andlitsdrætti og miklar augabrúnir.

Seinni hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur á 170 pörum. Helmingur kvennanna voru á pillunni og hinn helmingurinn ekki. Andlit karlmannanna voru mynduð og svo sýnd sjálfboðaliðum sem röðuðu þeim upp samkvæmt því hversu karlmannlegir mennirnir voru. Niðurstaðan var sú að þær konur sem voru á pillunni þegar þær hófu sambandið voru með mönnum sem voru ekki mjög karlmannlegir í andlitsdráttum.

 

Heimildir: NY Daily News

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here