Ég skal ekki segja. Karlmenn geta verið alveg stórkostlegir húsfeður. Minn fyrrverandi strauk til að mynda alltaf af í stofunni. Kastaði í þvottavél eins og fagmaður. Og rétti mér svo þvottinn þegar allt var orðið þurrt.

Sjá einnig: Fór í frí án konunnar og brjálaðist úr sorg – Fáránlega fyndnar myndir

Eftir stóð ég iðulega, með myndarlegt fjall af hreinum þvotti – og felldi tár meðan ég braut herlegheitin saman. Ég meina, mér finnst bara ekkert gaman að brjóta saman föt!

Ég hef aldrei verið hrifin af þvottavélum. Þó fyrrum maðurinn minn hafi áorkað ótrúlegum afrekum i þvottahúsinu meðan við bjuggum enn saman. Ég er öllu heldur í ætt við unga herramanninn hér að neðan – sem segir lykilinn að farsælum ævintýrum í þvottahúsinu vera:

Sápu, óhrein föt, þvottavél, þurrkara og jákvætt hugarfar … hvað segið þið? Hringir þetta bjöllum?

SHARE